Björn Steinar hefur unnið sérlega gott starf fyrir tónlistina á Akureyri

Kór Akureyrarkirkju var að syngja kveðjumessu með okkar fráfarandi stjórnanda og organista í dag.   Hann var ungur þegar hann byrjaði og það voru fáir söngmenn sem skipuðu kórinn.    Það hefur verið frábært að syngja í kórnum næstum því frá byrjun ferlis hans.   Tónlistarlífið hefur dafnað og blómstrað og þess sér stað í kirkjumúsík Íslands hversu öflugur Björn Steinar hefur verið - ásamt mörgum góðum samstarfsmönnum  - auðvitað.

Félagslíf kórsins - og samvera - ferðalög og æfingabúðir - ásamt metnaðarfullum verkefnum - allt virkilega til að þakka fyrir.   Björn Steinar hefur verið kröfuharður - - og það hafa margir reynt að það er ekki auðvelt; "að segja nei við Bjössa."

Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig honum gengur að efla tónlistarlíf Þjóðkirkjunnar - í formlegu hlutverki fyrir Tónskólann - um leið og hann heldur sjálfur áfram að leika á orgel  - halda tónleika og sinna hlutverki í Hallgrímskirkju í samstarfi við Hörð Áskelsson.

Björn Steinar er orgelleikari á heimsmælikvarða - - og hefur sýnt það og sannað á liðnum árum  - með ferli sínum.      Við  höfum notið samstarfs og starfskrafta hans í meira en 20 ár - - - það er dágóður skammtur.    Sóknarnefndin bauð til kveðjuhófs sl. föstudagskvöld . . . þar sem við fórum yfir ferlinn - - og samstarfið var rifjað upp - í gamni og alvöru - - og sumir fögnuðu lengur en aðrir eins og vera ber.

Kærar þakki kæri Björn Steinar - - og árnaðaróskir til þín og þinna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband