Alltaf fer eins þegar talið berst að stöðu þjoðkirkjunnar í skólum og gagnvart hinu opinbera - - með alls konar forréttindi. Vaðið er yfir minnihlutann og það réttlætt með því að "þetta sé svo lítill minnihluti" - -eins og Jón Magnússon alþingismaður sagði í Silfrinu áðan. Svo er það líka þetta að leyfa sér að setja þennan minnihluta út á jaðar og einangra til hliðar - hvort sem það eru 5% eða 15% - - eða jafnvel 25-30% eins og Matthías Ásgeirsson íjaði að.
Trúarbrögðin og trúboðið og trúariðkunin á heima á heimilum fólks - - í einkalífi og þar sem fólk safnast saman í kirkjum og musterum til að iðka og upplifa trúna - - ekki í skólunum og alls ekki í leikskólum. Það að einangra einn eða tvo krakka - - láta þau sitja afsíðis eða verða eftir þegar farið er í kirkjuheimsókn eða þegar prestur og trúboði kemur - - er siðlaus gerningur - - og alls ekki viðunandi nú á þeim tímum þegar við vitum sitthvað almennt um eineltið og skuggahliðar þess - - og fleira um meirihlutaofbeldi af mörgu tagi.
Svo þetta með "bleikt og blátt" - - það er sérkennilegt að menn skilji ekki að "staðalímyndir" eru ráðandi um þeð hvaða tækifæri börnin okkar eignast inn í framtíðina. Og þessar klisjur að börnin vilji þetta og hitt frá fæðingu - - og leiki sér svo og svo ólíkt . . . . . og það sér bara eins og hvert annað náttúrulögmál - - líklega meðfætt.
Auðvitað er það rétt að börn fara að flokka sig býsna fljótt sem strákar og stelpur - - fara að velja sér leiki í meirihluta sem falla í þessa kynbundnu flokka - - - en leikirnir og umhverfi leikjanna er mótað og skapað af foreldrum og skólum og fjölmiðlum og leikjahönnuðum nútímans í svo ótrúlega miklum mæli.
Margrét Pála á skilið að fá athygli fyrir sínar áherslur og tilraun til að skapa forsendur fyrir breikkuðum tækifærum stráka og stelpna til efla hæfileika sína. Með því eru líkur til að persónuþroski þeirr verði öflugri - lífshamingju þeirra lagðar styrkari forsendur. Til hamingju með það Magga Pála.... að fá verðlaun Velferðarsjóðs barna......
Sérkennileg þversögn hins vegar - - eins og kom fram í Silfrinu hjá Agli - - að Sjálfstæðisflokkurinn skuli hafa tekið Hjallastefnun upp á sína arma, og Kolbrún Halldórs skuli senda sitt barn í hjallastefnuskóla. Samt auðvitað ekki; - - þetta segir okkur fyrst og fremst að það er eftirspurn eftir sjálfstæði í skólastarfi - - eftirspurn eftir frjálsu skólastarfi - - og Magga Pála var ein á vellinum og raunverulega sú eina sem lagði upp eitthvað með innihaldi. Auðvitað er ég með margvíslegar efasemdir um þær áherslur sem lagðar eru hjá Hjallastefnunni - - sérstaklega þá slagsíðu "atferlisstefnunnar" (Behavioursism frá arfi Skinners og trúbræðra) - - sem þar svífur yfir. Sú slagsíða er reyndar talsvert í mótsögn við megináherslur um jöfn tækifæri - - og sjálfstæði og fjölbreytni í persónugerð einstaklinganna - - en ekki nánar út í það hér.
Nota þetta tækifæri til að hvetja sem flest fagfólk - - og atorkufólk í störfum fyrir skólana - til að sækja sér aukið sjálfstæði og svigrum fyrir ábyrgð og frumkvæði - - og stofna sjálfstæða skóla. Stofna skóla sem móta starf með mannúð og innihaldi fyrir öflugt og markvisst uppeldi - - frjálsra einstaklinga - - í virku samstarfi við foreldra og samfélagið til framtíðar.
Svo aumka ég Jón Magnússon og aðra fordóma-fanga sem gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru sjálfir fastir í hjólfari og ferköntuðu boxi - - - og sjá ekki sjónarhorn annarra eða virða það amk. afar arfar lítils.......
Býsna góður málflutningur hjá Matthíasi Ásgeirssyni....
Athugasemdir
Gaman félagi að sjá þig hérna megin, sé að þú hefur "laumast" til að byrja á meðan ég hef lítið verið að sinna bloggheimi. Ég er sammála þér um margt, t.d. að trúaruppeldið eigi heima hjá fólki og inn í kirkjum landsins en ekki skólum, ekki að það sé nýr sannleikur. Mér þótti líka Mattías standa sig býsna vel og vera málefnalegur í Silfrinu. Fannst hann skýra þá stöðu sem foreldrar eru settir í nokkuð vel og skildi vel hans afstöðu.
Prestar segja sumir hverjir að fyrsta skrefið og frumkvæðið sé alfarið á vegum skólanna. Sjálf man ég að prestur bankaði á dyr og bauð mér þessa þjónustu þegar ég var leikskólastjóri. Við afþökkuðum, en við þáðum að koma í kirkjuna og skoða hana. Enda stórt og mikið kennileiti í umhverfinu. Ekki það að mér finnist það skipta máli, mér finnst kirkjan eigi sjálf að skilgreina sig utan skóla. Hennar samstarf (ef það er fyrir hendi) eigi að vera við starfsfólkið en ekki börnin. T.d. ef sorgin knýr að dyrum og starfsfólk telur sig þurfa stuðning kirkjunnar. Enda þar fullorðið fólk sem hefur allar forsendur til að velja.
Hins vegar vil ég fá að benda þér á að það megi vel vera að Magga Pála hafi farið nýjar brautir í grunnskólastarfi sínu, í leikskólanum hefur hinsvegar ávallt verið mikil breidd í skólastefnum og starfi. Hún var og er viðbót við þá stefnu breidd sem þar er að finna, ekki "breiddin". Auðvitað fór hún þar nýja leið og er enn á þeirri vegferð.
Reyndar held ég að mikil breidd sé möguleg innan opinbera kerfisins. Þ.e ef fólk tekur sér það vald, það má vel vera að valdið og svigrúmið sé eitthvað minna í grunnskólum en leikskólum. Sennilega markast það af kjarasamningum. Ég held að þeir séu á ýmsan hátt gagnsærri og auðveldari viðfangs innan leikskólans, sem í leiðinni veitir meiri möguleika til nýunga í starfi.
Kristín Dýrfjörð, 2.12.2007 kl. 21:46
Takk fyrir komment og ábendinguna......
Nýtum færið sem núna gefst - - þegar verið er að opna á "frjálsa skóla" - - og þá vil ég sjá sjálfseignarstofnanir og öflugt starf - sem rífur sig undan miðstýringunni - - sem er nánast allsráðandi í grunnskólanum - - og háskalega mikil tilhneiging hjá ungum og öldnum stjórnmálamönnum í sveitarstjórnargeiranum til að láta til sín taka - - bæði við ráðningar og um inntak starfsins. Hvort tveggja afar óæskilegt - - en ögrandi vett vangur getur skapst í gegn um "stefnuskóla" - - með góðum og framtaksömum fagmönnum.
Benedikt Sigurðarson, 2.12.2007 kl. 22:23
Ætla að játa smá bias á mig, las nefnilega leikskólalögin af athygli um leið og ég fékk tengil inn á þau, hef varla litið á hin. Leist ágætlega á flest auðvitað mis eins og alltaf er þegar málamiðlanir eru í gangi. Ég sé að verið er að setja sumt sem áður var í reglugerð þar inn og fylgja öðru betur eftir.
Varð glöð að sjá hið kristilega siðgæði fara út. Annars reyndi merkiskonan Guðrún Halldórsdóttir, kvennalistakona og skólastjóri Námsflokkana að koma þessu út við síðustu breytingu og fékk þá ýmis kostuleg svör úr ræðustól (sennilega olli þáverandi samflokkakona mín og leikskólakennari mér mestum vonbrigðum, en það er nú kannski af því að maður væntir alltaf meira af sínu fólki en hinum). Vona að skarpleikinn verði meiri í þetta sinnið. Var annars að velta fyrir mér hvað þú átt við með
" og háskalega mikil tilhneiging hjá ungum og öldnum stjórnmálamönnum í sveitarstjórnargeiranum til að láta til sín taka - - bæði við ráðningar og um inntak starfsins. Hvort tveggja afar óæskilegt -"
Er einmitt ekki hluti af lýðræðislegum tilburðum og ábyrgð að láta sig skipta hvað gerist í skólum. (Veit svo sem hvað þú ert að fara, bara varð)
Kristín Dýrfjörð, 3.12.2007 kl. 01:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.