1.1.2008 | 14:53
Áfram Ólafur Ragnar . . . gerðu gagn
Prýðlegt ávarp hjá forsetanum og ágæt útlegging frá´Jónasi Hallgrímssyni . . . Fagna því að hann gefi kost á sér áfram. Ólafur hefur reynst dugandi og virkur forseti - - og hefur bæði unnið sjálfsmynd þjóðarinnar gagn brýnt okkur til að efla menntun og bæta uppeldi - - en hann hefur einnig lagt lið í að kanalísera viðskiptatækifæri til Íslenskra fyrirtækja og mógúla. Þarna þarf að sýna hóf . . . . og vinna eftir sýnilegri stefnumótun og siðareglum.
Vonast til að Sjálfstæðisflokkur Geirs Haarde stilli sig um offorsið gegn ÓRG - - - en vinni í þess stað að víðtæku samkomulagi með lýðræðis- og félagshyggjuöflunum um það hvernig minnihluti Alþingis og tiltekið hlutfall kjósenda getur framkallað þjóðaratkvæði . . . . um einstök málefni.
Inn á árið 2008 kemur því mögulega í ljós hversu mikil tök Davíð Oddsson ennþá hefur á Sjálfstæðisflokknum - - fari lykilmenn og maskínan í Valhöll í stríð við ÓRG þá vitum við hvar Davíð er . . . verði það hins vegar ekki þá eru Geir og Þorgerðar að taka stöðuna meira til sín.. ... mundi ég álíta.
Athugasemdir
Gleðilegt ár Bensi og takk fyrir þau gömlu, ég er sammála þér og gleðst yfir að Ólafur Ragnar gefi kost á sér á nýjan leik. Ég hef undanfarið rifjað upp upplifun mína af opinberri heimsókn hans til Akureyrar fyrir nokkrum árum og sérstaklega hátíðina í höllinni. Hvað börnin og unglingarnir voru meðvituð og ánægð með komu hans. Eftirminnilegast er sennilega röðin sem skapaðist við útganginn þar sem flest börnin vildu fá að taka í hendur á þeim hjónum.
Kristín Dýrfjörð, 2.1.2008 kl. 02:06
Takk fyrir góðar kveðjur og árnaðaróskir til ykkar allra - í sama mæli.
bensi
Benedikt Sigurðarson, 2.1.2008 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.