Áfram Ólafur Ragnar . . . gerðu gagn

Prýðlegt ávarp hjá forsetanum og ágæt útlegging frá´Jónasi Hallgrímssyni . . .  Fagna því að hann gefi kost á sér áfram.    Ólafur hefur reynst dugandi og virkur forseti - - og hefur bæði unnið sjálfsmynd þjóðarinnar gagn brýnt okkur til að efla menntun og bæta uppeldi - - en hann hefur einnig lagt lið í að kanalísera viðskiptatækifæri til Íslenskra fyrirtækja og mógúla.     Þarna þarf að sýna hóf . . . .  og vinna eftir sýnilegri stefnumótun og siðareglum.

Vonast til að Sjálfstæðisflokkur Geirs Haarde stilli sig um offorsið gegn ÓRG - - - en vinni í þess stað að víðtæku samkomulagi með lýðræðis- og félagshyggjuöflunum um það hvernig minnihluti Alþingis og tiltekið hlutfall kjósenda getur framkallað þjóðaratkvæði . . . . um einstök málefni.   

Inn á árið 2008 kemur því mögulega í ljós hversu mikil tök Davíð Oddsson ennþá hefur á Sjálfstæðisflokknum - - fari lykilmenn og maskínan í Valhöll í stríð við ÓRG þá vitum við hvar Davíð er . . .  verði það hins vegar ekki þá eru Geir og Þorgerðar að taka stöðuna meira til sín.. ... mundi ég álíta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Gleðilegt ár Bensi og takk fyrir þau gömlu, ég er sammála þér og gleðst yfir að Ólafur Ragnar gefi kost á sér á nýjan leik. Ég hef undanfarið rifjað upp upplifun mína af opinberri heimsókn hans til Akureyrar fyrir nokkrum árum og sérstaklega hátíðina í höllinni. Hvað börnin og unglingarnir voru meðvituð og ánægð með komu hans. Eftirminnilegast er sennilega röðin sem skapaðist við útganginn þar sem flest börnin vildu fá að taka í hendur á þeim hjónum.

Kristín Dýrfjörð, 2.1.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Takk fyrir góðar kveðjur og árnaðaróskir til ykkar allra - í sama mæli.

bensi

Benedikt Sigurðarson, 2.1.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband