Bull er þetta: það er ekki ásættanlegt að stjórnendur RÚV hagi sér eins og þeir eigi fyrirtækið

Hér er einhver alvarlegur misskilningur á ferðinni:  ´RÚV sem ber fulla ábyrgð gangvart almenningi má ekki taka þátt í starfi þrýstihóps og hagsmunafélags einkafyrirtækjanna . . . slíkt getur ekki samrýmst almannaþjónustuhlutverki félagsins.

Þó það séu uppi "Berlúskónískir tilburðir" - hjá Páli Magnússyni í umboði Sjálfstæðisflokksins - þá er auðvelt að ganga fram af þanþoli almennings.  RÚV er ekki hlutafélag sem lýtur lögmálum markaðarins og er opið samkvæmt kröfum kauphallskráningar  - - en er á sama tíma heldur ekki háð upplýsingaskyldu hins opinbera.

Páll Magnússon og stjórn RÚV fara sínu fram - - en nú ganga þau í berhögg við allar eðlilegar kröfur um trúnað gagnvart öllum almenningi.    Þau eiga ekki félagið - - við eigum það öll - og þess vegna er óþolandi að RÚV gerist aðili að þröngsýnu hagsmunafélagi - - sem beinlínis vinnur að því að þjóna "sérhagsmunum" - í stað fyrri meginskyldu félagsins að gæta trúnaðar og hagsmuna alls almennings.

Páll Magnússon má ekki fá að haga sér eins og hver annar sjálfseignamógúll og prívatfjárfestir.   Nóg er nú um þá sjálfskömmtun launa sem virtist verða fyrsta forgangsmál útvarpsstjórans og gæðinga hans - langt út úr launastrúktúr annarra starfsmanna RÚV.


mbl.is RÚV gengur í Samtök verslunar og þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband