15.1.2008 | 23:01
Rækjaveiðar og vinnsla úr sögunni? - ekki er það nú gott . . .
Hörmung að vita til þess að rækjuveiðar hérlendis skuli vera að mestu fyrir bí - - og vinnsla senn úr sögunni. Lokun Strýtu er bara í takti við það sem hefur verið að gerast um nokkuð langt skeið í rækjunni og næstum fyrirséð. Fólk missir vinnu með tilheyrandi óöryggi og afkomubresti. Því miður hafa einhverjir ekki að neinu tryggu að ganga.
Rifja upp þegar það var ágreiningsefni 1979-1980 þegar frumkvöðullinn Snorri Snorrason á Dalvík freistað þess að fjármagna sérsmíði á rækjuveiðiskipinu Dalborgu. Kerfið og pólitík Sjálfstæðisflokksins hafnaði því þá og taldi að rækjuveiðar væru ekki arðbær atvinnuvegur. Snorri náði áfanga með því að leggja allt undir og meira en það og með þrákelkni frumkvöðulsins komust rækjuveiðar á flug. Ekki mörgum árum síðar voru veitt 34 rækjuvinnsluleyfi á einu ári. Þar fór eins og í svo mörgu að alltof margir fóru af stað á sama tíma og hugðust veiða sömu krabbadýrin í sama sjónum. Blómatími ríkti um skeið - - og margir högnuðust vel. Sumir veðjuðu á rækjuna öllu sínu - - einmitt þegar grundvöllurinn var brostinn rétt eins og gerðist á Húsavík. Svo hrundu stofnar og veiðisvæði - - og verðið hrundi á mörkuðum . . samkeppni frá öðrum svæðum skaut menn út.
Saga rækjuveiða og vinnslu verður vonandi skráð - - og þekkingin varðveitt þó hverfandi starfsemi sé haldið úti nú um skeið. Rækjan kemur kannski aftur og verðlagið verður þá vonandi af viti - - og vonandi líka gengisskráning og rekstrarskilyrðin í vinnslunni almennt brúkleg. Hvenær það verður . . . . .?
Rækjuvinnslu hætt á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfbærni efnahagslífsins á landsbyggðinni kemur ekki til með að festa sig í sessi í bili. Ástæðan er okurvaxtastefna Seðlabankans - - sem átti á slá á þensluna en bitnar bara á landsbyggðinni í heild - sem hefur síðan framkallað hágengi vegna þess að spákaupmenn allra landa sækja sér vaxtamun til Íslands. Allt var þetta einkum vegna þensluaðgerðanna - - þegar allt var keyrt í senn einkavina-væðing bankanna, Kárhnjúka-risaverkefnið - og skattalækkanir til ríkismanna og fyrirtækjanna. Fyrirsjáanlegt eins og INgólfur Bender var búinn að vara við 2003 - - en svo var auk þess dregið úr fjárfestingu í menntun og rannsóknum og dregin saman umsvif hins opinbera um alla landsbyggðina . . . . Neikvæður hagvöxtur um verulegna hluta landsins utan SV-lands og Mið-Austurlands . . . og stefnir í hraða hjöðnun fyrir austan.. Það virðist líka enginn fatta hversu ofboðsleg skekking það er á samkeppnisstöðu landshlutanna að ríksvaldið skuli úthluta 20-30 milljörðum í byggðastyrk til Reykjaness - með því að afhenda eignir á Vellinum . . . . Hvernig eigum við að keppa við það hér á svæðinu - - -nema við fáum þá skuldbindandi samning um fjármögnun Háskólans á Akureyri og umhverfis hans - næstu 5-7 árin . . með kannski aukningu á fjármagni um 500-700 miljónir á ári . . . . Vinnum við ekki bara að því??
Benedikt Sigurðarson, 16.1.2008 kl. 22:39
Það tekur því nú ekki fyrir okkur að vera hnýtast út af "stóriðjustefnu" - sem tilheyrði síðasta áratug - og líklega einum tveim.
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð nokkur vigt á sjálfbært atvinnu og efnahagslíf og fjárfestingu í nýsköpun, menntun og rannsóknum. Ég sakna þess því alveg sérlega að Samfylkingin skuli ekki hafa náð neinum sýnilegum áfanga í því að útfæra áhersluna á "hið nýja efnahagslíf" - - í gegn um þetta stjórnarsamstarf.
Við getum örugglega samfangað þeim breytingum sem virðast almennt hafa orðið á viðhorfum til orkunnýtingar - bæði hjá orkufyrirtækjunum og líka hjá viðskiptalífinu og fjölmiðlum almennt. Orðræðan er miklu jákvæðari til orkunýtingar í þág innlendrar nýtingar og samgangna - og ekki síst fyrir hátæknifyrirtækin. Í þeirri umræðu-umgjörð er miklu líklegra að við berum gæfu til að eiga yfirvegaða orðræðu og fá kost á ákvarðanaferli sem ekki er bara "allt fyrir og ekkert fyrir aðra" - -
Ég hygg að Samfylkingin mundi verða öflugri og framsýnni flokkur og umtalsvert sterkari í ríkisstjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum - ef meira yrði hlustað á mitt upplegg og áherslur varðandi menntun, rannsóknir og nýsköpun - - í gegn um "partnership" - opinberra aðila og einkaaðila. Þess vegna er sérlega mikið áhyggjuefni að Vaxtarsamningur Eyjafjarðar skuli hafa verið sleginn af sem samstarfsverkefni og með upplýsta áherslu á þekkingardrifinn og sjálfbæran vöxt.
Benedikt Sigurðarson, 17.1.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.