14.6.2008 | 11:03
Skatttekjur ríkissjóðs af söluhagnaði hlutabréfa - verða að engu
Prófessor Ragnar Árnason fer einn "hring" á umfjöllun um ekjufall ríkissjóðs vegna lækkana úrvalsvísitölunnar - hlutabréfahrunið - og svo umsvif hins opinbera.
Skrítið að við erum aftur og aftur að sjá þá hagfræðinga sem til skamms tíma voru hallir undir lágmörkuð umsvif ríkisvalds - - og lágmarkað regluverk - kalla nú eftir því að opinberir aðilar beiti opinberum framkvæmdum til að fleyta hagkerfinu yfir þá kreppu sem markaðasaðilar græðginnar hafa framkallað
Svo eru nú ekki margar vikur síðan að Alþingi Islendinga samþykkti lög um skattfrelsi hagnaðar fyrirtækjanna af söl hlutabréfa . . . . . . . . . .
. . . . . almenningur á sem sagt alltaf að taka á sig útgjöldin vegna niðursveiflunnar - en fjármagnseigendur fara með hagnaðinn (í eitthvert skattaskjólið erlendis).
Gott og vel ríki og sveitarfélög þurfa að leggja mikið að mörkum - af almannafé - - þannig á kostnað alls almennings - - til þess að við fleytum okkur í gegn um verstu lægðina í efnahagslífinu. Því verður hins vegar að fylgja að Alþingi og eftirlitsstofnanir setji skarpari ramma utan um viðskipti og svigrúm einkaaðilanna til að beita tæknilegum uppgjörsbrellum - til að framkalla sýndahagnað í fyrirtækjasamasteypunum - reglum sem geta stemmt stigu við gengdarlausu kauprétta- og launasukki - - - - reglum sem kalla fram gagnsæi í viðskiptunum og stöðva ræningjaliðið . . . . . .
Frjálshyggjan og illa grunduð markaðsvæðing og einkavæðing í fákeppnisumhverfinu okkar hefur þegar reynst okkur afar dýrkeypt og er að koma fram nú þessa síðustu mánuðina. Of lítið eftirlit og of veikburða eftirlitskerfi og leyndarhjúpur stórkapítalsins hefur gefið græðgisvæddum kapitalistum færi á að fara rænandi og ruplandi um hagkerfi Vesturlanda - - -með þeim afleiðingum sem við nú erum að sjá.
Vaxandi misrétti og ofurgróði fárra; - - og nú hikstar hagkerfið í okkar heimshluta þannig að atvinnuöryggi fjöldans er ógnað - um leið og lífsgæði og framtíðarhamingju margra verða takmörkuð langt umfram það sem teljast mætti óhjákvæmilegt.
Svei; F rjálshyggjunni og því öfgaliði sem tróð henni yfir okkur - - og vei okkur veiklyndum jafnaðarmönnum og hófsömum talsmönnum skynseminnar fyrir vesaldóminn við að verja almannahagsmuni og jafnræðisdrauma réttláts samfélags. Íslenskir miðju og vinstrimenn hafa staðið sig verr en raunin er meðal flestra V-Evrópuþjóða í þeirri baráttu.
En nú er mikilvægt að nota tækifærið og reka undanhald F rjálshyggjunnar . . . . út í hafsauga...
Ríkið verður af tugum milljarða vegna lækkunar hlutabréfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Subprime krísan er tilkomin vegna lagasetningar í BNA sem gerði bönkum óheimilt að lána einstaklingum með slakt lánshæfi fé til íbúðakaupa. Þannig að þessi blessaði sósíalismi þinn fokkaði upp fjármálakerfinu.... vel gert!
Blahh (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.