Slysatíðni og áhættuhegðun barnanna; samt "sjálfstæð" og flytja snemma að heiman

Mikilvægar niðurstöður af samanburði á aðstæðum barna á Íslandi og í öðrum Evrópulöndum.   Við högum okkur að mörgu leyti öðruvísi en aðrir í umgengni við og í  uppeldi barnanna.  Við tölum eins og við vitum að íslensk börn séu "agalaus" - - og þá líklega agalausari en annarra þjóða börn og fyrri kynslóðir.

Sjálfsagt er þetta rétt<<<<<<<<<<<<<<<<, þau eru sennilega illa vanin og ekki vel öguð;  ekki alin upp til hlýðni.  Mörg íslensk börn eru sennilega bæði frek og yfirgangssöm - - - en því miður hef ég séð gögn sem benda til þess að íslenskir drengir á aldrinum 15-22 ára séu mjög lítið stilltir inn á árangur.  Þetta sést best á því hversu lágt hlutfall drengja er að skila sér í gegn um framhaldsskólann - - - og sorglega margir drengir eru á algeru rugli á þessum aldri; - í neyslu og iðjuleysi með tilheyrandi áhættuhegðun.

Hvað stendur uppúr þessarri ágætu rannsókn sem Þóroddur Bjarnason prófessor og hans góða fólk var að kynna?

  • krökkunum líður vel í skólanum og betur en hjá mörgum öðrum þjóðum
  • slysatíðnin er há - sem ber foreldrum og forvörnum ekki vel söguna
  • áhættulifnaður á kynlífssviðinu er staðfestur - ótímabært kynlíf stúlknanna ber foreldrum ekki vel söguna
  • sjálfstæðir og "yfirgefa foreldra sína" - - eða eru það kannski foreldrarnir sem yfirgefa börnin?
  • drykkja og neysla er vandamál . . . . . .

Hér er mörgum spurningum auðvitað ósvarað;  en eins og ég nefndi í innganginum þá er ástæða til þess fyrir okkur að stana okkur betur.  Sinna börnunum betur og setja þeim skarpari ramma.  Sérstaklega þurfum við  hins vegar að sinna drengjunum að því er árangurskröfurnar varaðar;  okkur vantar einhver 10-20% af hverjum einasta árgangi drengja til að skila viðunandi árangri í framhaldsskólanum.    

Auðvitað þurfum við að bæta kennsluna í framhaldsskólanum - sérstaklega í raungreinum - til að betur gangi.  en umfram allt þurfum við að standa okkur betur í uppeldinu og losa krakkana okkar undan þessarri fáránlegu neyslupressu - - og þessarri lausung og frekju sem strákarnir okkar "meika greinilega ekki" 


mbl.is Há slysatíðni íslenskra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband