Samtök Verslunar og þjónustu setja þrýsting á forystu Sjálfstæðisflokksins að láta af afneitunarstefnu gagnvart ESB

Get ekki annað en glaðst við hvern þann aðila sem tekur þátt í að efla skynsemi okkar og beina sjónum að þeim kostum sem við eigum í samstarfi þjóða og viðskiptum - innan ESB.

Nú hafa SVÞ bæst í hópinn sem setur vaxandi þrýsting á forystu Sjálfstæðisflokksins.  Við vitum að það er hefð fyrir því að lykilmenn í þessum samtökum um viðskipti og verslun hafi beinan aðgang að toppunum í Sjálfstæðisflokknum - - síður að forystumenn í samtökum sósíalista eða svokallaðra vinstri-manna séu þar í kallfæri.

Sé ekki betur en að meginstefna sterkustu samtaka í atvinnulífi og viðskiptum - - og einstaka launþegahreyfingum - - sé orðin algerlega samhljóma við stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum.   Óskandi að þessir aðilar gangi með opnum augum að því að efla Samfylkinguna til frekari áhrifa - - - - þar sem enginn annar stjórnmálaflokkur er "pro-business" - - og málsvari sjálfstæðs atvinnu og viðskiptalífs.  Pilsfaldakapítalisminn hefur hins vegar alltaf verið ær og kýr Sjálfstæðisflokksins --  að þjóðnýta vandræðin - en einkavæða hagnaðartækifærin.

 

 


mbl.is Verslunarmenn vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæll

Benedikt Sigurðarson

Alltaf gaman þegar litríkur persónuleiki birtist á netinu. Þó að fólk segi að rauð slíkja liggi yfir augum mínum vil ég segja að í hjarta mínu er ég ákafur Sjálfstæðismaður. Ég er á móti EES samningnum, inngöngu í ESB og þeim hroðalega afleik sem Schengen samkomulagið er fyrir okkur. Ég vil öllum það frelsi að þurfa ekki að vera fátækir og eigi ögn af kærleika til að gefa hver öðrum. Svo mörg voru þau orð.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband