Er við hæfi að Björn Bjarnason tjái sig sérstaklega úr stóli dómsmálaráðherra um símhlerunarákvarðanir undir ráðherravaldi og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

...  ég spyr.

Ég held að skipan einhvers konar "sannleiksnefndar" - til að greina umfang og umsvif þessa vandamáls - upplýsa allan almenning og sérstaklega hlutaðeigendur og erfingja þeirra og rétta hlut allra með afsökunarbeiðni og jafnvel fébótum - væri nærtækari og siðmenntaðri kostur en sífellt kaldastríðsgagur ráðherrans  - til varnar föður sínum í ráðherrastóli  - - -

 BB er vanhæfur og sýnir að mínu mati ámælisvert dómgreindarleysi að tjá sig sem ráðherra í málinu - - hann mætti hins vegar að sjálfsögðu halda uppi vörnum í málinu fyrir sig og sína um leið og hann hefur sagt af sér sem ráðherra (eða amk. sagt sig frá öllum þáttum þessarra mála innan dómsmálaráðuneytisins).  Verst finnst mér samt að´ástæða er til að vantreysta BB í ráðuneytinu - gagnvart varðveislu og meðferð gagna um þennan hlerunaróþverra . . . . .  allan.

Ekki bara skjalabrennu fyrrum lögreglustjórans á Þingvöllum . . . heldur allan pakkann!!!

Hvað gögn hafa verið til UM HLERUN OG EFTIRLIT MEÐ EINSTAKLINGUM OG SAMTÖKUM ÞEIRRA og hvar eru þaU NÚ OG HVER HEFUR AÐ ÞEIM AÐGENGI???????


mbl.is Símhleranirnar voru ekki ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Varla ber Björn ábyrgð á gjörðum ríkisstjórnar sem Bjarni faðir hans var í?

Er það Benedikt?

Ja, hérna, að biðja erfingja einhverra afsökunar á að símar voru hleraðir há foreldrunum. Þetta er fáránlegt.

Erfingja erfa eigur og skuldir. en ef á að biðja afsökunar, þá er það ennþá hægt, við þá sem eru lifandi núna. Þetta kemur erfingjum ekkert við.

Aannars minnir mig, að það hafi verið talin full ástæða til að vera á verði, á þessum árum. Tímarnir voru þannig.

Við getum verið gáfuð eftirá.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband