Lýðskrum og ódýr kosningaauglýsing hjá Ögmundi Jónassyni . . . ?

Það að afsala sér aukalaunum ráðherrans - umfram þingfararkaup - í örstuttum starfstíma sínum sem heilbrigðisráðherra er Ögmundur Jónasson að sýna af sér afar billega hegðun.  

Hann er að "snobba niður á við" - og þykist sérstakur vinur starfsmanna . .  sem hann væntanlega "rukkar um eftirdæmi" . . .

. . .  já Ögmundur; - þú færð ódýra kosningaauglýsingu - um leið og þú ert í óðaönn við að hætta við niðurskurð sem búið var að ramma inn í fjárlögum . . . . . . .  og þú ert þannig sjálfur að ganga gegn samþykktum fjárlögum frá Alþingi - án þess að bera það undir þingið eða sækja þér þangað meirihlutstuðning.

Þetta líkar mér illa . . .

 


mbl.is Ögmundur fær ekki ráðherralaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þótt ekki sé ég stuðningsmaður VG verð ég þó að viðurkenna að þetta er snjallt hjá Ögmundi. Menn geta gagnrýnt hann fyrir að slá pólitískar keilur, en í grunninn snýst þetta um að ganga á undan með góðu fordæmi, sem veldur því að hann á auðveldara með að fá undirmennina til að fallast á kjararýrnun en ef hann hefði ekki gert þetta.

Svo held ég reyndar að það sé rangt að hann sé að hætta við niðurskurð, heldur er hann einfaldlega að skera niður með öðrum hætti en til stóð. 

Þorsteinn Siglaugsson, 25.3.2009 kl. 23:06

2 identicon

Sammála Þorsteini,

Ögmundur nær sama niðurskurði með öðrum leiðum - og stuðningi þeirra sem málið varðar, öfugt við forvera hans.

Varðandi ráðherralaunin, þá er þetta bara önnur birtingarmynd þess að ÖJ er prinsippmaður. Hann hefur ekki þegið kaup frá BSRB í áraraðir, en látið sér duga þingmannslaunin. Þetta eru því ekki bara þriggjamánaða ódýrt útspil hjá Ögmundi.

ragnar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:07

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er svo á sama máli og Benedikt, á hverju skildi maðurinn lifa miðað við bara þingmannslaun?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.3.2009 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband