Kosningaspá á morgni kjördagsins; - stórtíðinda að vænta?

Þessi kosningabarátta sem er að baki hefur valdið mér og mörgum fleirum vonbrigðum - eftir því sem ég heyri.  

Samfylkinign - minn flokkur - lagði ekki vel af stað í málatilbúnaði sínum.  Afleit mistök hafa verið gerð í því að afneita vanda venjulegs almennings - með byrðar verðtryggðra lána og brostnar áætlanir.  Greiðsluaðlögunarleiðin er algerlega miheppnuð - af því að hún felur ekki í sér neina tryggingu fyrir nauðasamningum og afskriftum óbærilegra skulda.   Greiðsluaðlögun og greiðslujöfnun er þess vegna mögulega framlenging og frestun á áhjákvæmilegu og óbærilegu gjaldþroti og hruni sjálfstæðis fjölskyldnanna og persónulegrar reisnar foreldra þúsunda barna.

SF og VG hafa líka gert þau reginmistök að taka stöðuna almennt fjármagnsmegin - og "setja í forgang svokallaða kröfuhafa" og halda uppi afara þokukenndum hugmyndum um endurreisn bankanna.    Verst er þó að það bendir allt til þess að ráðherrarnir hafi kosið "að sjá ekki" skýrslur um eignasöfn gömlu bankanna - fyrr en þá eftir kosningar.     Loforðin um að allt yrði uppi á borðinu hafa þannig fengið falskan hljóm hjá SJS og VG - að mati fólks sem ég heyri að er í vafa um kosningahegðan dagsins.

Ekkert hefur verið gert til að spila úr skuldamálum fyrirtækjanna frekar en fjölskyldnanna - - og kjánalegar klisjur hafa flogið úr munni ráðherranna gegn almennum leiðréttingum á vísitölyfirskoti og ofþungri greiðslubyrði næstum allra.

Óábyrg yfirboð um 20.000 störf í einni svipan - og loforð um þessar og hinar framkvæmdir - - og það sem út yfir tekur - rifrildi um það hvort eigi að byggja álver hér eða þar . . . . .  það er ær og kýr fjölmiðlanna og þess sníkjukapítalisma þar sem "hræddir" sveitarstjórnarmenn sitja heima og heimta sína "kosningakaramellur" í boði stórfyrirtækjanna.

----------

Niðurstaðan er sennilega nokkuð ráðin - en þó?

VG og SF fá traustan meirihluta.  Það eru ekki fréttir.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki myndað ríkisstjórn með hverjum sem er.   Kannski bara með Samfylkingunni í tveggja flokka stjórn?

Samfylkingin hins vegar kann að eiga þriggja kosta völ - eða fjögurra.

(1)Með VG í tveggja flokka stjórn - eða (2)með Sjálfstæðisflokknum í tveggja flokka stjórn.  Kannski á Samfylkingin kost á stjórnarmeirihluta (3)með Framsókn og Borgarhreyfingunni.    Með slíkri stöðu og því að Samfylkingin hafi allt að 4 þingmönnum meira en VG - þá verður nokkuð augljóst að við stefnum kláran kúrs í ESB.

Fjórði kosturinn er síðan breiðfylkingin - með VG og Framsókn og kannski Borgarhreyfingunni - í bandalagi við aðila vinnumarkaðarins og vitræna hlutann í atvinnulífsbaklandi Sjálfstæðisflokksins.    Þjóðarsáttarmunstur - eða R-lista módel - um sáttastefnu og samstöðu - á leið til Evrópu og inn í nýja mynt og stöðugleika - með endurnýjað og blandað hagkerfi í ætt við hefðbundin kratísk V-Evrópu samfélög - hófsemdar og jafnaðar.

----------

VG og Sjálfstæðisflokkurinn verða vonandi ekki með nægilegt fylgi til að mynda tveggja flokka ríkisstjórn gegn framtíðinni og til einangrunar fyrir Ísland.  

Jóhanna er hins vegar ekki endilega leiðtogi til framtíðar - - þannig að ný forysta Dags B Eggertssonar innan Samfylkingarinnar þarf að setja sig í stellingar  og leiða þá stjórnarmyndun sem í vændum er.     Ekki má gefa leikinn til fornaldarsjónarmiða “gamla Framsóknarbóndans úr Alþýðubandalaginu” og frá Gunnarsstöðum - fyrir fram.

Það sem er spennandi fyrir morgundaginn er hvort Samfylkingin nær lykilstöðunni sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði um áratugi - - að geta myndað ríkisstjórn í allar áttir og ráða því með hverjum menn vinna.

Helst af öllu vil ég sjá Samfylkinguna leiða breiðfylkingu til nýrrar þjóðarsáttar  - allra nema þingflokks Sjálfstæðisflokksins . . . . því við viljum að lykilsamtök úr hefðbundnu baklandi Sjálfstæðisflokksins komi með okkur alla leið til framtíðarinnar  - - og inn í ESB.    Þannig verður sátt helst möguleg og jafnvægi tryggt í samstarfi við nágrannaþjóðir og fjölþjóðlegar stofnanir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband