Meirihluti á Alþingi fyrir umsókn um aðild að ESB hvað sem Hjörleifur segir

mbl.is vitnar í heimasíðu Hjörleifs Guttormssonar . . . og eins og við var að búast lemur kallinn höfðinu við steininn.

Sannleikurinn í málinu er hiklaust sá að það er meirihluti fyrir umsókn um aðild að ESB á hinu nýkjörna ALþingi.   Samfylking+Framsókn+Borgarahreyfingin.  Auk þess eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins búnir að lýsa slíkri skoðun . . .

Vegna þess að Samfylkingin hefur kost á meirihluta með B og O (33 þingmenn) - leiðir það til þess að VG hefur ekki neitt "hreðjatak" á Samfylkingu.

Besti kosturinn er að mínu mati enn og aftur að Samfylkingin beiti sér fyrir "Breiðfylkingu um endurreisn og aðildarviðræður að ESB" - með Framsókn, VG og Borgarhreyfingunni.

Það eru rosalega mikilvæg mál framundan fleiri en ESB - - skuldaskil heimilanna og fyrirtækjanna - niðurskurður í opinberum rekstri - skattahækkanir - stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing . . . .

. . . á næsta ári þarf að leiða ESB málið til ákvarðanar þjóðarinnar - og breyta stjórnarskránni - með þingrofi og nýjum kosningum.    Ekki er skynsamlegt að gefa Sjálfstæðisflokknum svigrúm til að sækja vopn sín og mynda mögulegt bandalag og þannig mótvægi við ríkisstjórnina með því að Sjálfstæði og Framsókn . . . giftist að nýju.

Hjörleifur:  við verðum bara að taka þátt í raunverulegum samræðum við nágrannaþjóðirnar - og vinna svo að því að hjálpa þjóðinni og kjósendum að taka upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu.   Við treystum þjóðinni; - ekki satt Hjörleifur?


mbl.is Í engri stöðu til að setja VG kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Sæll Benedikt.

Samfylkingunni stendur að sjálfsögðu opið að færa málið inn á vettvang Alþingis og reyna að knýja sitt óskamál um aðild að ESB fram á þeim vettvangi. Ef sótt er um ESB-aðild gerist það ekki nema ríkisstjórn standi þar að baki þannig að þá yrði að reyna á slíka stjórnarmyndun: S+B+O. Ég er ekki viss um að þingmenn þessara flokka séu á einu máli um að sækja um aðild.

Enginn hefur á móti samræðum við nágrannaþjóðirnar, en umsókn um ESB-aðild er allt annað mál. Komi til þess að hér verði til ríkisstjórn sem semji um ESB-aðild Íslands verður auðvitað að bera slíkan samning undir þjóðina og breyta stjórnarskránni verði aðild samþykkt. Slík þjóðaratkvæðagreiðsla fer ekki fram í tómarúmi.

Hjörleifur Guttormsson, 27.4.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Takk fyrir nótun Hjörleifur.  Við höfum greinilega eitthvað misjafnlega mikla trú á dómgreind þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu.   Ég treysti því að þjóðin samþykki góðan og sanngjarnan aðildarsamning - - en felli vondan. 

Vel meðvitaður er ég samt um að líklegra er að þjóðin felli alveg þokkalegan eða jafnvel góðan samning - heldur en að hún samþykki afleitan samning - sem ekki uppfyllir meginskilyrði okkar varðandi auðlindayfirráð og sérstöðu menningar og atvinnuhátta.

Benedikt Sigurðarson, 28.4.2009 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband