Það liggur á að mynda ríkisstjórn - og koma fjölskyldum og fyrirtækjum til bjargar

. . og þannig er ég alveg óssamála Steingrími J Sigfússyni  - og ekki í fyrsta skipti.

Fjölskyldurnar hafa séð áætlanir sínar og afkomu hrynja - það eru að líkindum 20´þúsund sem hafa misst hærra launuð störf að eru í hlutavinnu og án yfirvinnu-  -auk þess eru nærri 19 þúsund atvinnulaus.   Vísitalan hefur hlaðið á húsnæðislánin og námslánin og greiðslubyrðin af bílalánum er vaxin flestu unga fólkinu yfir höfuð.  Samt voru menn að gera hógværar áætlanir - sem miðuðu við að kerfið stæði áfram og menn hefðu vinnu- eða gætu selt sig frá of þungri byrði.   Nú er ekkert slíkt í boði.   Við þessu þarf að bregðast með almennum leiðréttingum á verðtryggingu og vísitöluyfirskotinu - sem lækkar greiðslubyrði og veðmörk eigna - þannig að markaðurinn geti leyst hluta af vandanum.

75% fyrirtækja eru tæknilega gjaldþrota  - og ef ekkert er að gert fer allt að helmingi þeirra í þrot á næstu nokkrum vikum - og margfaldar atvinnuleysið.   Skuldaleiðréttign er hér alveg knýjandi - með róttækum og gagnsæjum hætti

Það þarf að ná niðurstöðu um það strax í vikunni hvort ríkisstjórn setjist að völdum sem leiti samninga við ESB - á því ræðst allt framhaldið við endurreisnina og möguleikar okkar til framtíðarviðskipta.

Ef Steingrímur vill ekki vinna að neinu af þessu þá á Samfylkingin að snúa sér að öðrum stjórnmálöflum  - og ganga hratt til verks.

 


mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður þá er Samfylkin ENN og aftur að sýna stjórnunarvinnubrögð sem eru til skammar, snigla hraði, á meðan blæðir þjóðinni út - það er því miður "risastór gjá" milli fólksins í landinu og núverandi stjórnvalda.  Ég hef enga trú á þessu liði, því miður...

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:45

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála. Tökum upp gamla stjórnarsamstarfið. Það ætti að ganga hratt fyrir sig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.4.2009 kl. 15:49

3 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sammála Bensi.  Þú hefðir sennilega átt að vera með okkur í Borgarahreyfingunni.

Jón Kristófer Arnarson, 28.4.2009 kl. 16:49

4 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Sammála þér Benedikt, hugsaði það sama og þú þegar ég las ummæli Steingríms. Og enn mun dragast að vinna að lausnum. Andskotinn bara segi það

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 28.4.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Jón Kr. - mér fannst um stund að borgarahreyfingin #væri gengin til liðs við mig# - ef þú skoðar hvað ég hef verið að ræða síðustu 2-3 árin.  

Bæði hef ég lengi rætt um stjórnlagaþing með sjálfstæðri kosningu - - og svo mikilvægan forgang á skarpari nánd stjórnvalda við almenning og dagleg vandamál - almennings.   

Mér er reyndar sagt að hlutur minn á frægum Borgarfundi í Háskólabíó 24. nóv. 2008 - hafi meir en farið fyrir brjóstið á mörgum samflokksmönnum mínum í Samfylkingunni.      Alla vega líkar mér illa við "umræðubann" og þöggunartilburði sem gera vart við sig í stjórnmálaflokkum - - og sumum meira en öðrum.

Foringjadýrkun - með einfaldri hollustukröfu - fer líka mjög í taugarnar á mér og í slíkri afstöðu almennings og fjölmiðla held ég að grunnurinn hafi verið lagður að óförunum.   Þöggun Davíðstímans og ofbeldisstjórnmálin í Framsókn Halldórs er þekkt vandamál og afar skaðlegt eins og allir virðast loksins átta sig á.

Foringjadýrkun og þöggun - með umræðubanni - vil ég ekki þola í SF . . . þó ég viti að VG sé verulega undir slíkt selt.    "Samræðustjórnmál" sem ISG setti á dagskrá Samfylkingarinnar hafa farið svolítið halloka - - til skemmri tíma.  Bind vonir við að Dagur B Eggertsson reynist nægilega öflugur við að breyta því til betri vegar og vil leggja honum lið ef hann vill þiggja mína liðveislu.

Benedikt Sigurðarson, 28.4.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: Karl Tómasson

Heill og sæll Benedikt Sigurðarson.

Þú ert alltaf sami sperrileggurinn. Ég man það úr sveitinni frá því í gamla daga.

Ekki vantar stóryrðin frekar en vanalega. Foringjadýrkun, þöggun, umræðubann.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.4.2009 kl. 22:01

7 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Já Kalli Tomm.   Ef þú hefur ekkert skárra og efnislegt til mála að leggja en persónuleg uppnefni þá bara bið ég að heilsa þér.   Hélt satt að segja að þú hefðir frekar haft gott af því að vera í Mývatnssveit í gamla daga  - en líklega er orðið of langt síðan til að þú munir það þér til gagns.

Benedikt Sigurðarson, 5.5.2009 kl. 21:28

8 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Já Kalli Tomm.   Ef þú hefur ekkert skárra og efnislegt til mála að leggja en persónuleg uppnefni þá bara bið ég að heilsa þér.   Hélt satt að segja að þú hefðir frekar haft gott af því að vera í Mývatnssveit í gamla daga  - en líklega er orðið of langt síðan til að þú munir það þér til gagns.

Foringjadýrkun heitir það með sanni þegar menn eins og þú kommentera í styttingi um leið og stuggað er við Steingrími og VG.

Benedikt Sigurðarson, 5.5.2009 kl. 21:29

9 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Tek undir með þér að það væri liðsauki að fá Kalla inn í efnislega umfjöllun um leiðréttinguna. Þetta er mikið réttlætismál og nauðsyn að mynda þrýsting. Þetta gæti verið einhverskonar þöggunarviðleitni að kalla menn sperrilegg sem hefur hugrekki að tala út frá eigin samvisku, óháð flokkslínum. Væri sá sem ekki er sperrtur í Mývatnssveit ekki talin furðufugl?

Það er lítið inntak eða skilningur á vandamálinu hjá Sighvati Björgvins í morgun.

                  Mbk,  G

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2009 kl. 13:59

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Benedikt.

Ég skil ekki hvernig svona hógvær maður eins og þú sért sakaður um stóryrði.  Þar fyrir utan skil ég ekki ótta grænna kommúnista að foringinn kunni ekki að mæta ágjöf.

En það er með eplið og tréð eða litla ljóta andarungann.  Hver er hvurs og hver byrjaði fyrst.  

En sem langtíma áhugamaður um íslensk stjórnmál þá vil ég benda þér á það Bensi að þú kannt jafnaðarmennsku uppá tíu.  Og gamli foringinn hann Jón hennar Bryndísar vitnar oft í þig án þess að geta heimilda, þannig að um samhljómun hlýtur að vera.  

En ef eplið mætti á fund hjá Borgarahreyfingunni, hvað má þá segja um tréð?????  

Epli verður jú alltaf af eplatré???  Er það ekki????

Baráttukveðja að austan.

PS.  Það er ekki verra fyrir þig að hafa rétt fyrir þér.

Kveðja, Ómar. 

Ómar Geirsson, 7.5.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband