12.8.2009 | 21:51
Sumar með sól og regn og fólk og hesta
Lítið hef ég bloggað síðan í vor. Ekki vegna þess að mér hafi fundist allt vera slétt og fellt; - öðru nær. Hef samt lítið opnað tölvuna á kvöldin. Stundum vegna þess að ég hef verið að þvælast á hestbak eða vesenast í kring um útiverk - og stundum vegna þess að við höfum fengið gott fólk í hús.
Við frú Helga settum talsvert mikið púður í að standsetja baðherbergi í Ystafelli - - auk þess sem almenn verk við hirðingu þar á bæ taka tíma um kvöld og helgar. Svo eru það býflugurnar sem þarf að "smala og gefa" - - - - eftir tilteknu mynstri. Vonandi næ ég undan þeim hunanginu áður en það verður allt ónýtt. . .
Svo tókum við smáhringferð með góðu fólki og 40 hestum um Þingeyjarsýsluna: um Fnjóskadal, Bárðardal og Mývatnssveit og síðan í Laxárdal, Reykjadal, Aðaldal, Kinn og ´Ljósavatnsskarð og enduðum á Hálsi í Fnjóskadal. Býsna strembið - - og raskaðist vegna slæmrar veðurspár og kulda á hálendinu 23.-25. júlí sl. - tókst samt bara vel. Kom með einn bólginn hest úr ferðinni sem þurfti að sinna í framhaldinu . . . en er á góðum batavegi.
Höfum farið í nokkrar gönguferðir -
m.a. Í Hrafntinnuhrygg og Leirhnjúk og upp á Kinnarfjöllin og í Austurdal í Skagafirði . . . . . á Fiskidaginn á Dalvík
Enn hef ég ekki tekið nema lítinn hluta af sumarfríi 2009 . . . og frú Helga mætir í nýtt skólaár í Brekkuskóla á morgun.
Margt er ógert af því sem við höfum látið okkur detta í hug - og þó erum við ekki farin að hella okkur í að vinna sjálf við að byggja á Krókeyrarnöfinni , , , , , , það stendur hins vegar til um leið og gluggar og einangrun kemur á - - í næsta mánuði . . .
Verkefnin eru endalaus í vinnunni - - - og þegar henni sleppir þá er alltaf nóg að gera í öðru . . . .
Liklega blogga ég framvegis ekki nema út úr leiðindum og til að drepa tímann . . . .
. . . sjáum til . . . .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.