8.5.2009 | 20:52
Lykilfólk í VG er að fá heyrnina - en áttar sig ekki enn á að jafnræðis er hvergi gætt
þegar rætt er um þann ofurþunga sem legst á lántakendur - VEGNA HRUNSIN -
Vísitölubindingin er ónothæfur mælikvarði verðtryggingar í gegn um kreppuleiðréttingu - þegar við fáum gengishrun og allsherjar bankakrísu - -
Jafnræði verður að virða;
- og innleiða annars vegar á milli lántakenda og lánveitenda þar sem tjóni af hruninu og vísitöluyfirskotinu er deilt milli aðila með "leiðréttingu" - vísitöluþáttar eða beinni niðurfærslu höfuðstóls
- og jafnframt verður með slíku til eitthvert jafnræði á milli þess hvernig fjármagnseigendur og innistæðueigendur annars vegar og lántakendur verðtryggðra lána hins vegar eru meðhöndlaðir af hálfu stjórnvalda.
Það er búið að taka gríðarlega afgerandi ákvarðanir um hagsmuni innistæðueigenda - sem voru tryggðir langt umfram lágmarkstryggingu Innistæðutryggingasjóðs. Slík ákvörðun færði einkum velstæðu fólki mikla peninga - því "almenningur" átti ekki mikið yfir 3-4 milljónir í bankareikningi sínum. Það voru líka framkvæmdar aðgerðir innan föllnu bankanna með því að færa 200 milljarða + af efnahag inn í peningamarkaðsreikningana. Þessir fjármunur falla beint á sameiginlega sjóði - og á endanum á ríkissjóð - - alls 900-1000 milljarðar.
Með leiðréttingu á vísitöluyfirskotinu - með ca 20% niðurfærslu höfuðstóls og með umbreytingu gengistryggðra lána ti sanngjarnrar samsvörunar - - þá er verið að krefja fjármagnseigendur og svokallaða "kröfuhafa" föllnu bankanna um að taka á sig hluta af áhættu og kostnaði við hrunið.
Mér þykir gleðilegt að heyra að innan VG er virkur hópur fólks sem áttar sig á vandamálinu - og þeim markaðslegu blokkeringum sem felast í því að höfuðstóll lánanna rýkur upp fyrir markaðsverð eignanna . . . . og þeir sem hafa orðið fyrir tekjufalli geta ekki selt.
Markaðshvetjandi aðgerð með leiðréttingarniðurfærslu verðtryggðra lána og umbreytingu gengistryggðra lána - er eina færa aðgerðin til að innleiða jafnræði - og skapa forsendur fyrir sátt í samfélaginu.
Það skapast ekki viðunandi samstarfsandi - eða friður og jafnvægi milli hópa og kynslóðanna - án slíkrar aðgerðar. Vegna þess hve lengi hefur verið skellt skollaeyrum þarf aðgerðin að verða stórtækari eftir því sem lengra líður.
Landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti ályktun í þessa veru; - "að leita leiða til að deila tjóninu" . . og landsfundur VG samþykkti líka að slíkt skyldi gert. Ríkisstjórn þessarra tveggja flokka á ekki annarra kosta völ en finna þessu farveg - - - ef hún kýs jákvæðan starfsfrið.
Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.5.2009 | 21:35
Siggi og Baldur: f.5.5.1919
Faðir minn heitinn hefði orðið 90 ára í dag 5. maí hefði hann enn verið á meðal okkar. Þeir eldri tvíburabræður í Baldursheimi Sigurður og Baldur fæddust þennan dag - þeim Þuríði og Þóri.
Hér er mynd af þeim bræðrum ungum - Siggi tv. og Baldur th. en Þráinn bróðir þeirra fyrir aftan.
Dreymdi þá fyrir nokkrum dögum báða pabba og Baldur - án þess að muna samhengi draumsins. Kannski var það bara vegna þess að ég var að fletta gömlum bókum og blöðum.
Ég á alltaf eftir að hreinskrifa "minningabrotin" sem ég á uppkast að frá dögum bernskunnar. Það á ekki að vera nein sagnfræðigreining - miklu heldur persónuleg stemming og uppgjör við tíma sem kannski er bara til í minningu manns sem var einu sinni lítill drengur sem langaði til að verða maður með mönnum og tækur til verka og
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.4.2009 | 15:36
Það liggur á að mynda ríkisstjórn - og koma fjölskyldum og fyrirtækjum til bjargar
. . og þannig er ég alveg óssamála Steingrími J Sigfússyni - og ekki í fyrsta skipti.
Fjölskyldurnar hafa séð áætlanir sínar og afkomu hrynja - það eru að líkindum 20´þúsund sem hafa misst hærra launuð störf að eru í hlutavinnu og án yfirvinnu- -auk þess eru nærri 19 þúsund atvinnulaus. Vísitalan hefur hlaðið á húsnæðislánin og námslánin og greiðslubyrðin af bílalánum er vaxin flestu unga fólkinu yfir höfuð. Samt voru menn að gera hógværar áætlanir - sem miðuðu við að kerfið stæði áfram og menn hefðu vinnu- eða gætu selt sig frá of þungri byrði. Nú er ekkert slíkt í boði. Við þessu þarf að bregðast með almennum leiðréttingum á verðtryggingu og vísitöluyfirskotinu - sem lækkar greiðslubyrði og veðmörk eigna - þannig að markaðurinn geti leyst hluta af vandanum.
75% fyrirtækja eru tæknilega gjaldþrota - og ef ekkert er að gert fer allt að helmingi þeirra í þrot á næstu nokkrum vikum - og margfaldar atvinnuleysið. Skuldaleiðréttign er hér alveg knýjandi - með róttækum og gagnsæjum hætti
Það þarf að ná niðurstöðu um það strax í vikunni hvort ríkisstjórn setjist að völdum sem leiti samninga við ESB - á því ræðst allt framhaldið við endurreisnina og möguleikar okkar til framtíðarviðskipta.
Ef Steingrímur vill ekki vinna að neinu af þessu þá á Samfylkingin að snúa sér að öðrum stjórnmálöflum - og ganga hratt til verks.
Ekkert liggur á stjórnarsáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
mbl.is vitnar í heimasíðu Hjörleifs Guttormssonar . . . og eins og við var að búast lemur kallinn höfðinu við steininn.
Sannleikurinn í málinu er hiklaust sá að það er meirihluti fyrir umsókn um aðild að ESB á hinu nýkjörna ALþingi. Samfylking+Framsókn+Borgarahreyfingin. Auk þess eru einstakir þingmenn Sjálfstæðisflokksins búnir að lýsa slíkri skoðun . . .
Vegna þess að Samfylkingin hefur kost á meirihluta með B og O (33 þingmenn) - leiðir það til þess að VG hefur ekki neitt "hreðjatak" á Samfylkingu.
Besti kosturinn er að mínu mati enn og aftur að Samfylkingin beiti sér fyrir "Breiðfylkingu um endurreisn og aðildarviðræður að ESB" - með Framsókn, VG og Borgarhreyfingunni.
Það eru rosalega mikilvæg mál framundan fleiri en ESB - - skuldaskil heimilanna og fyrirtækjanna - niðurskurður í opinberum rekstri - skattahækkanir - stjórnarskrárbreytingar og stjórnlagaþing . . . .
. . . á næsta ári þarf að leiða ESB málið til ákvarðanar þjóðarinnar - og breyta stjórnarskránni - með þingrofi og nýjum kosningum. Ekki er skynsamlegt að gefa Sjálfstæðisflokknum svigrúm til að sækja vopn sín og mynda mögulegt bandalag og þannig mótvægi við ríkisstjórnina með því að Sjálfstæði og Framsókn . . . giftist að nýju.
Hjörleifur: við verðum bara að taka þátt í raunverulegum samræðum við nágrannaþjóðirnar - og vinna svo að því að hjálpa þjóðinni og kjósendum að taka upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Við treystum þjóðinni; - ekki satt Hjörleifur?
Í engri stöðu til að setja VG kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.4.2009 | 09:05
VG er ekki í lykilstöðu og missir vægi í stjórnarmyndun
. . . . enda getur Steingrímur J Sigfússon ekki myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Davíðsarminum þar á bæ. Kannski eru þetta tíðindi kosninganna?
Samfylkingin eignast hins vegar sögulega möguleika og ætti að geta ráðið því með hverjum flokkurinn kýs að vinna.
Niðurstöður kosninganna fóru næstum alveg eftir minni spá.
Ég reiknaði að vísu með því að VG fengi 15 þingmenn í stað 14 - en það breytir ekki neinu um meginlínurnar.
Sitjandi ríkisstjórn er með meirihluta - en Samfylkingin á tvo aðra mögulega kosti (reyndar 3 ef xD telst með!).
- Sitjandi ríkisstjórn - S+V=34 þingmenn
- Breiðfylking um endurreisn - S+B+(O)+V=43(47) þingmenn - með eða án Borgarhreyfingarinnar
- Miðjustjórn - um ESB og stjórnlagaþing og stjórnarskrárbreytingar - S+B+O=33 þingmenn
Samningsstaðan gagnvart VG er allt önnur en þeirra kosningabarátta gekk út á - og ESB aðildariðræður eru klárlega á dagskrá.
Það er hins vegar gríðarlega mikilvægt fyrir Samfylkinguna að stíga ákveðið og fumlaust inn í könnunar-viðræður við alla þessa aðila og klúðra engu tækifæri fyrir þjóðina - um þjóðarsátt bak við endurreisn með aðildarviðræðum að ESB sem lykilskref í áttina.
Slík þjóðarsátt verður að reiða sig á að samtök í atvinnulífi og á vinnumarkaði taki virkan þátt í undirbúningu og viðræðuferli og vinni síðan heil að því að ná fram breytingum á stjórnarskrá og fylgi við aðildar-samning.
Lít svo á að það þurfi að leiða aðildarviðræður við ESB til lykt á árinu 2010 - og með því er óskynsamlegt að leggja upp með minnsta mögulega meirihluta á bak við ríkisstjórn - - og held að það sé ómaks vert að vinna að Breiðfylkingu - undir forystu Samfylkingarinnar.
Líst alls ekki á að VG ráði ferðinni - og varpa öndinni léttar með að Steingrímur J er ekki á leiðinni að verða forsætisráðherra.
Enn vantar tölur úr NA | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2009 | 08:55
Kosningaspá á morgni kjördagsins; - stórtíðinda að vænta?
Þessi kosningabarátta sem er að baki hefur valdið mér og mörgum fleirum vonbrigðum - eftir því sem ég heyri.
Samfylkinign - minn flokkur - lagði ekki vel af stað í málatilbúnaði sínum. Afleit mistök hafa verið gerð í því að afneita vanda venjulegs almennings - með byrðar verðtryggðra lána og brostnar áætlanir. Greiðsluaðlögunarleiðin er algerlega miheppnuð - af því að hún felur ekki í sér neina tryggingu fyrir nauðasamningum og afskriftum óbærilegra skulda. Greiðsluaðlögun og greiðslujöfnun er þess vegna mögulega framlenging og frestun á áhjákvæmilegu og óbærilegu gjaldþroti og hruni sjálfstæðis fjölskyldnanna og persónulegrar reisnar foreldra þúsunda barna.
SF og VG hafa líka gert þau reginmistök að taka stöðuna almennt fjármagnsmegin - og "setja í forgang svokallaða kröfuhafa" og halda uppi afara þokukenndum hugmyndum um endurreisn bankanna. Verst er þó að það bendir allt til þess að ráðherrarnir hafi kosið "að sjá ekki" skýrslur um eignasöfn gömlu bankanna - fyrr en þá eftir kosningar. Loforðin um að allt yrði uppi á borðinu hafa þannig fengið falskan hljóm hjá SJS og VG - að mati fólks sem ég heyri að er í vafa um kosningahegðan dagsins.
Ekkert hefur verið gert til að spila úr skuldamálum fyrirtækjanna frekar en fjölskyldnanna - - og kjánalegar klisjur hafa flogið úr munni ráðherranna gegn almennum leiðréttingum á vísitölyfirskoti og ofþungri greiðslubyrði næstum allra.
Óábyrg yfirboð um 20.000 störf í einni svipan - og loforð um þessar og hinar framkvæmdir - - og það sem út yfir tekur - rifrildi um það hvort eigi að byggja álver hér eða þar . . . . . það er ær og kýr fjölmiðlanna og þess sníkjukapítalisma þar sem "hræddir" sveitarstjórnarmenn sitja heima og heimta sína "kosningakaramellur" í boði stórfyrirtækjanna.
----------
Niðurstaðan er sennilega nokkuð ráðin - en þó?
VG og SF fá traustan meirihluta. Það eru ekki fréttir.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki myndað ríkisstjórn með hverjum sem er. Kannski bara með Samfylkingunni í tveggja flokka stjórn?
Samfylkingin hins vegar kann að eiga þriggja kosta völ - eða fjögurra.
(1)Með VG í tveggja flokka stjórn - eða (2)með Sjálfstæðisflokknum í tveggja flokka stjórn. Kannski á Samfylkingin kost á stjórnarmeirihluta (3)með Framsókn og Borgarhreyfingunni. Með slíkri stöðu og því að Samfylkingin hafi allt að 4 þingmönnum meira en VG - þá verður nokkuð augljóst að við stefnum kláran kúrs í ESB.
Fjórði kosturinn er síðan breiðfylkingin - með VG og Framsókn og kannski Borgarhreyfingunni - í bandalagi við aðila vinnumarkaðarins og vitræna hlutann í atvinnulífsbaklandi Sjálfstæðisflokksins. Þjóðarsáttarmunstur - eða R-lista módel - um sáttastefnu og samstöðu - á leið til Evrópu og inn í nýja mynt og stöðugleika - með endurnýjað og blandað hagkerfi í ætt við hefðbundin kratísk V-Evrópu samfélög - hófsemdar og jafnaðar.
----------
VG og Sjálfstæðisflokkurinn verða vonandi ekki með nægilegt fylgi til að mynda tveggja flokka ríkisstjórn gegn framtíðinni og til einangrunar fyrir Ísland.
Jóhanna er hins vegar ekki endilega leiðtogi til framtíðar - - þannig að ný forysta Dags B Eggertssonar innan Samfylkingarinnar þarf að setja sig í stellingar og leiða þá stjórnarmyndun sem í vændum er. Ekki má gefa leikinn til fornaldarsjónarmiða gamla Framsóknarbóndans úr Alþýðubandalaginu og frá Gunnarsstöðum - fyrir fram.
Það sem er spennandi fyrir morgundaginn er hvort Samfylkingin nær lykilstöðunni sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði um áratugi - - að geta myndað ríkisstjórn í allar áttir og ráða því með hverjum menn vinna.
Helst af öllu vil ég sjá Samfylkinguna leiða breiðfylkingu til nýrrar þjóðarsáttar - allra nema þingflokks Sjálfstæðisflokksins . . . . því við viljum að lykilsamtök úr hefðbundnu baklandi Sjálfstæðisflokksins komi með okkur alla leið til framtíðarinnar - - og inn í ESB. Þannig verður sátt helst möguleg og jafnvægi tryggt í samstarfi við nágrannaþjóðir og fjölþjóðlegar stofnanir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2009 | 12:30
Yfirgangur kvótakónga - er ógnun við lýðræðið og almannahagsmuni
Enn eina ferðina snúa talsmenn sér-eignarhalds útgerðarinnar á fiskveiðauðlindinni öllu á haus.
Það eru ekki "hótanir" af hálfu stjórnmálamanna að leggja upp stefnu sem tryggt getur eignarhald og forræði þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni - í stað einkaeignar útgerðarauðvaldsins.
Það er hins vegar gríðarlega alvarlegt að vita til þess að kvótakóngarnir hafa haft vítæk fjárhagsleg tengsl við einstaka stjórnmálaflokka og stjórnmálamenn.
Verst er þó að þeir sem fengu gjafakvótanum úthlutað - og/eða hafa á árum síðan náð til sín veiðiheimildum og lagt heilu byggðarlögin í auðn - þessir einstaklingar hafa skuldsett greinina upp fyrir haus. Rekstrarhæfi útgerðarfyrirtækja er í mjög mörgum tilfellum í uppnámi.
Langstæðar deilur um gjafakvótakerfið hafa orðið okkur erfiðar - - og endurtekið staðfestist að mikill meirihluti þjóðarinnar krefst þess að kvótakerfið verði skrúfað niður. Meirihluti þjóðarinna vill sjá veiðiheimildir innkallaðar.
Sennilega er 5% fyrning allt of hæg aðgerð - - og miklu nær að taka ekki meira en 8-10 ár í verkefnið.
Beiting fjármuna og aðstöðu útgerðar-auðvaldsins - til að hafa áhrif á fréttaflutning og til að hafa áhrif á stjórnmálamenn - eða jafnvel kaupa sér fylgi þeirra með peningum - - slíkt er ógnun við lýðræðið og slíkir tilburðir hafa þegar orðið þjoðinni allt of dýrir.
Hótanir ráðherra ekki við hæfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 08:29
Samfylkingin gæti mögulega myndað ríkisstjórn með þrennu móti -
Miðað við þessa niðurstöðu eru bara tveir möguleikar í stöðunni fyrir Samfylkinguna: Að freista þess að mynda ríkisstjórn með VG - eða reyna að stefna saman breiðfylkingu gegn Sjálfstæðisflokknum.
Hins vegar er annað
Miðað við niðurstöðuna þá er ekki tölfræðilega marktækur munur á annarri skiptingu þingmanna
S - 21
V - 17
B - 8
O - 3
D - 14
Sem þýðir að Samfylkingin gæti myndað ríkisstjórn á miðjunni - með meirihluta. Samt sem áður mæli ég enn og aftur með þeirri leið að leita sem víðtækastrar samstöðu um aðgerðir - til skemmri tíma innanlands og um meginlínur í uppbyggingarstarfi og endurreisn - með ESB aðildarumsókn. Hræddur um að slíkt gerist aldrei í samstjórn með VG - einum.
Lít svo á að Bogi Ágústsson hafi enn einu sinni verið fastur í gömlum taumdrætti fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar hann velti því upp að Sjálfstæðisflokkurinn gæti myndað tvenn konar ríkisstjórn.
Held að fréttin sé að Samfylkingin gæti mögulega átt kost á tvenns konar eða jafnvel þrenns konar ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokksins er amk. alveg borðleggjandi - en mér er ekki sama hvernig hún verður mynduð - eða um hvað.
S- og V-listar bæta heldur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2009 | 15:45
Samfylkingin á kannski möguleika á meirihlutastjórn með Framsókn og Borgarahreyfingunni
Miðað við þessa könnun þá eru S+B+O með næstum 50% og litlar breytingar þarf að til að þarna verði til möguleiki á meirihluta 32 þingmanna sem klippir um leið VG frá því að geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum - gegn ESB aðildarumsókn.
Eftir þunglyndiskastið í gær - þar sem ég sá fyrir mér að Steingrímur J myndi ríkisstjórn 26. apríl - þá er mér aftur léttara.
Nú verður Samfylkinign að drýgja sig og gyrða í brók - og mæta kröfum heimilanna og fyrirtækjanna um raunsæ úrræði og sýna staðfestan aðgerðarvilja . . . .
. . vextina niður og verðtrygginguna út í hafsauga um leið og menn leiðrétta fyrir óraunsæju yfirskoti vísitölunnar frá ársbyrjun 2008.
Nú er ekkert sem heitir . . . og ESB - með samkomulagi við ESB um hraðleið inn í sk´jól Evrópska Seðlabankans . . .
Þá verður til meirihlutamöguleiki á miðjunni undir forystu Samfylkingarinnar - - í stað sjálfheldu með VG.
O-listi fengi fjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.4.2009 | 21:11
Verður Steingrímur J forsætisráðherra?
Þessi fylgiskönnun hlýtur að vera mikilvægt umhugsunarefni fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk í Samfylkingu og Framsókn. VG slagar í þriðjungs fylgi?
Mér hefur þótt ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar vera býsna óskýr á því hvað hún er með í höndum og hvað hún setur í forgang. "Skjaldborgin um heimilin" . . . . hefur ekki látið á sér kræla þannig að skuldsettur almenningur verður látinn blæða fyrir hrunið og vísitölyfirskotið - óbætt!
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar setti vanhugsaðan forgang á fjármagnseigendur og tryggði þeim innistæður - með verðbótum og öllum vöxtum - langt umfram það sem innistæða virðist fyrir. Þess vegna sitjum við uppi með ICESAVE-tjónið - vitandi enn ekki neitt hvað það kostar en sitjandi í hruninu miðju . . . með skuldir barna og fæddra og ófæddra.
Verst er að nú bendir allt til að ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms vilji áfram setja allan forgang á að fjármagnseigendur haldi öllu sínu á þurru - - með verðtryggingu á hávöxtum - - en skuldsettur almenningur skuli borga sektarskattinn vegna verðbólgunnar og verðtryggingarinnar.
Tel algerlega einsýnt að VG og Steingrími J SIgfússyni verður ekki refsað fyrir að enginn áfangi hefur náðst í aðgerðum til að tryggja bjargálnir og rekstur heimila unga fólksins - eða fyrirtækjanna. Vaxtastigið er enn eins og mesta þenslustigið vari enn - með óbærilegum vöxtum.
Samfylkingunni verður hins vegar refsað af því menn hafa skarpar væntingar vegna yfirlýsinganna um "Skjaldborgina" - og gera kröfur til Jóhönnu.
Kosningabarátta og málatilbúnaður Samfylkingarinnar virðist samkvæmt könnunum ekki vera að virka - - ekki að skila Samfylkingunni traustri forystu fyrir félagshyggjustjórn. Nú hljóta ábyrgðarmenn Jóhönnu-forystunnar að vera áhyggjufullir - því Jóhönnu-effektinn skilar Samfylkingunnni engu í ríkisstjórn undir forystu Steingríms J Sigfússonar.
Ég hef kosið aðrar áherslur hjá Samfylkingunnni - og tjáð það opinberlega - - og svo er um marga fleiri. Við höfum kallað eftir skarpari vinnslu á málefnum lántekenda - með sanngjörnum leiðréttingum á vísitöluyfirskotinu - með niðurfærslu á verðtryggingarþætti lánanna. Við gerum einni skýrar kröfur um að vextir verði keyrðir niður - og virk skuldaaðlögun fyrirtækjanna eigi sér stað. Hvort tveggja hefur verið dregið alltof, alltof lengi . . . . og engin skýr sýn á vandamálið.
Ég hefði kosið að sjá skýra áherslu á samfylkingu allra miðju- og félagshyggjuafla - um endurreisn - fremur en daðra við minnsta mögulegan meirihluta með VG. Þjóðarsáttarmunstrið 1990-1991 var myndað af forverum Samfylkingarinnar með Framsókn - og aðilum vinnumarkaðarsins - gegn Sjálfstæðisflokki á Alþingi (og Kvennalista) . . Áherslu á breiðfylkingu um að sækja um ESB aðils - með aðilum vinnumarkaðarins og jarðsambandshluta-SJálfstæðisflokknum.
Mér líst ekki á þá hugsun að Steingrími J Sigfússyni verði falin stjórnarmyndun 26. apríl 2009.
Fylgið við VG eykst enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)