Draumalandið - og lærdómar okkar

Við skelltum okkur að sjá Draumalandið.   Gríðarlega öflug og að mörgu leyti falleg mynd - - með sterkan boðskap.

Einlægir frændur mínir bændurnir;  Sæþór í Presthvammi og Jónas á Héðinshöfða - ekki með uppskrúfaða mælgi en sögðu sitt.    Það þarf bein til að taka ekki þátt í klappliðinu - ein og kórinn er sunginn.   Þeir verða líklega aldrei "verkefnastjórar hjá Alcoa" - og halda sínum heiðarleika og reisn og vonandi langa ævi.

Kórinn sem stjórnmálamenn kyrjuðu - - og "jarmurinn" sem börnin í Fjarðabyggð og á Húsavík eru keyrð inn í - verður fólki til ævarandi minnkunar.     Efnahagslega hryðjuverkið og sú gríðarlega náttúrfórn sem Kárahnjúkavirkjun var - - lagði háskalega mikið að mörkum til að skapa hrunið og gera okkur ósjálfbjarga um skemmri eða lengri tíma.

Tökum ofan fyrir þeim einstaklingum sem halda áfram að krefjast vitsmunalegrar yfirvegunar og gagnsærrar ákvarðanatöku . . . . . . við allar meiriháttar framkvæmdir.

Góð mynd og rifjar upp Laxárdeiluna og skellegga baráttu fyrir umhverfisvernd langt inn á 8. áratuginn . . . .

Við lestur fréttarinnar um Helguvíkurálver  . . spyr maður sig hvort við ætlum virkilega ekkert að læra á mistökum fortíðarinnar?

 


mbl.is Lög um Helguvíkurálver samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðgerðir gagnvart efnahagsglæpum og lögguhasar við krakka?

Á meðan ráðist er með ofurafli og ýktum aðgerðum gagnvart því sem virkar sem hófsöm "hústaka" . . . eða alla vega friðsöm á þessu stigi - bólar ekkert á lögregluaðgerðum eða þvingarúrræðum gagnvart stærstu glæpum Íslandssögunnar.

Undanfarið hefur lögreglunni verið hrósað fyrir framgöngu í því að uppræta kannabisræktun um land allt.  Þar bregðast lögreglumenn við þegar þeir "finna lykt" sem bendir á slíkt.  Þeir sem sagt aðhafast á grundvelli gruns. . . . . ekki þarf meira til.   Og við erum meira og minna ánægð með árangur lögreglunnar (ekki satt?).

Verið að fara með hústökufólk niður á lögreglustöð.

Þorir löggan ekki til atlögu við þotuliðið eða er þeim bannað . . . . ?

Nú eru bráðum 7 mánuðir frá því að efnhagshrunið byrjaði  fyrir alvöru . . . . . og það heldur áfram.  Ljóst er að hrunið orsakast af blöndu af vafasömum viðskiptum og mistökum - auk þess sem gloppur í löggjöf og regluverki hafa lagt að mörkum.   Ekki vil ég heldur draga úr því að "sensasjón" - eða yfirgangur orðræðunnar sem lofsöng umsvifin og græðgina - skapaði andrúmsloft þar sem ekki var auðvelt að stemma stigu við framferði sem var á gráu svæði eða jafnvel beinlínis ólöglegt . . . .  sumt virðast eftirlitsaðilar hafa verið "blindir á" . .

Við fréttum ekki af neinum húsleitum, neinni haldlagningu hjá umsvifamönnum sem stýrðu græðgisbólunni - það er ekki einu sinni tilraun til að takmarka flutning eigna úr landi eða milli handa - þeirra sem eru nánastir þessu fallna kerfi . . . . . . .

Hvar er efnahagsbrotalögreglan og rannsóknarsveitir hins sérstaka "saksóknara" . . . ?    

Á virkilega að láta lögregluna einbeita sér í kjánalegan bófaleik - við fríkaða krakka - - með hugmyndir um að flytja inn borgahasar stjórnsleysingja frá Evrópu?

Þetta er forgangsröðun sem ekki er boðleg - nema Því aðeins að húsbrot lögreglunnar á Vatnsstíg hafi raunverulega verið ÆFING FYRIR AÐGERÐ GAGNVART EINHVERJUM AF STÓRGLÆPAMÖNNUNUM SEM FELLDU HAGKERFIÐ OG SKILJA ALMENNING EFTIR MEÐ SKULDABAGGA TIL LANGRAR FRAMTÍÐAR . .

Koma svo krakkar . . . .!


mbl.is 22 handteknir á Vatnsstíg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðiflokkurinn hrynur í Rvík Norður; og hefur ekki efni á að skila styrkjunum

Þetta eru nú fréttir sem skoðanakönnun dagsins flytur okkur.

Mér sýndist fyrirsjáanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn hryndi í fylgi:  Það fer eftir - og við höfum ekki séð spá um minna fylgi flokksins á Höfuðborgarsvæði áður.

Mér sýndist einboðið að Samfylkingin myndi vaða upp í fylgi - sem aldrei fyrr í kjördæminu.  Því miður fer það ekki eftir - þó flokkurinn hressist.  Er ekki néma rétt yfir fylgi flokksins 2003.

Mér sýndist gefið að VG væri á siglingu í kjördæminu.  Það er staðfest.

Mér kom hins vegar á óvart að Borgarhreyfingin kæmist á blað - og hefði í rauninni sætaskipti við Framsókn  sem ég hélt að mundi örlítið hressast.     Líklega er afhjúpun spillingar og mútuþægni Sjálfstæðisflokksins erfið fyrir Framsókn líka - vegna þekktrar spillingar við einkavæðingu bankanna á sínum tíma.

Frjálslyndi flokkurinn er út úr myndinni - og sennilega alveg.

Borgarhreyfingin hefur mögulega unnið gríðarlegan áfanga með því að komast í 8% í skoðanakönnun.   Slík mörk munu etv. koma því framboði á kortið þannig að það verði ekki afskrifað sem "vonlaust framboð" - og skotið í kaf með því.

Sjálfstæðiflokkurinn er líka að sjá framan í mögulega niðurstöðu sem gera mun flokknum afar erfitt að greiða til baka ofurstyrkina sem flokkurinn fékk 2006 frá Landsbankanum og FL-Group.

Er annars mögulegt að endurgreiða MÚTUR?  . . . er ekki gerningurinn óafturkræfur?

 


mbl.is Samfylking stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonbrigði með málatilbúnað Samfylkingarinnar og auglýsingar

 

Það er mitt mat að tími slagorða-kosningabaráttunnar sé liðinn . . . hann var hluti af þenslukjaftæðinu og ímyndarruglinu  - 2007 eitthvað.   Ég trúi því að kjósendur vilji nú sjá innihaldspólitík - þar sem samfélagslegur boðskapur stjórnmálanna rammar inn lausnir á þeim vandamálum sem fólk og fyrirtæki standa frammi fyrir.

Auglýsingin sem dundi í kvöld sló mig illa . . .  fannst hún “yfirboðskennd” og líka yfirborðskennd . . .  loforð án innihalds.   20 þúsund störf . . . verða ekki sköpuð eins og að smella fingrum . . .  það vita allir núna eftir hrunið . . . og er ekki boðlegt að reyna að ljúga slíku í kjósendur . .

Bæklingur Samfylkingarinnar sem dreift er til allra kjósenda ber þess vitni að vera mótaður og lagður upp af fólki sem er ekki endilega í stjórnmálum - - - heldur einhverju öðru.

Það sem verst er við þann bækling Samfylkingarinnar er þó að fólkið sem valið hefur áhersluatriðin í bæklinginn hefur líklega ekki haft fyrir því að vera með fullri meðvitund á Landsfundi flokksins og líklega varla lesið Samþykktarpakka fundarins heldur.   (Hvar er umhverfisvernd, auðlindamálin, menntamál t.d?)

Sá breytti andi Landsfundar Samfylkingingarinnar sem lýsti sér í kjöri Dags B Eggertssonar hefur amk. ekki skilað sér inn í áherslupunktana sem “endurnýjuð forysta SF” kýs að bera fram fyrir kjósendur á vordögum 2009.   Það þykir mér mjög miður, því ég hafði væntingar um að “samræðupólitíkin” og áhersla hinnar breiðu samstöðu yrði leidd til vegs að nýju.   Jóhönnu-effektinn skilar sér ekki í gegn um málefni - er ekki þess eðlis og þarfnast því efnislegrar útfærslu.

Samfylkingin tekur áhættu að óþörfu með því að tala ekki til hinnar skuldsettu millistéttar og ungu fjölskyldnanna sem hafa séð sínar áætlanir hrynja . . . Fylgisgrunnur Samfylkingarinnar liggur meðal þessa fólks - meðal venjulegs fólks sem vill eiga framtíð í þessu landi og verðskuldar að eiga slíka framtíð.

Allar fjölskyldur verðskulda að geta brugðist við tekjuhruni með því að selja sig frá eignum sem eru þeim ofviða - - og innleysa hugsanlega með því algert tap eiginfjár.   Það er hins vegar ekki boðlegt eða ásættanlegt að allt að 50 þúsund fjölskyldur sem þegar eru eignalausar - sjái fram á “skuldafangelsi” - með altækri og þvingaðri greiðslubyrði  næstu 6-10 arin eða mögulega lengur . . .   Slíkt verður ekki leyst með “greiðsluaðlögun” eða gjaldþrotameðferð´” - í boði Samfylkingarinnar og VG eða kjánalegum slagorðum sem neita efnislegri úrvinnslu á hugmyndum og úrræðum.  

Það hefur hvergi verið samþykkt á vettvangi SF að leggjast í vörn fyrir Verðtryggingu neytendalána - - og það er algerlega umsnúin pólitík að neita að vinna að því að leggja verðtrygginguna niður - með öðrum ráðum en að fara fyrst inn í ESB.

18 þúsund einstaklingar eru atvinnulausir núna um páska 2009 og amk. 20 þúsund (til viðbótar) hafa  misst hálaunastörf sín og/ eða orðið fyrir varanlegu tekjuhruni - auk þeirra sem sjá fram á verulegan samdrátt í tekjum og óvissu fram á sumarið.      

Ef ekki verður gripið með almennum aðgerðum inn í að skala niður það tjón sem verðtryggð lán heimilanna valda þá stefnir í algert hrun neytendahagkerfisins með gjaldþrotum fjármálafyrirtækja og keðjuverkun í gjaldþrotum fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu og auknu atvinnuleysi.   Það er áhætta sem ábyrg stjórnvöld mega ekki taka og það er algerlega óviðunandi ef einhver umboðslaus “aðgerðahópur” - í nafni Samfylkingarinnar spilar forystumenn flokksins út í horn í aðdraganda kosninga og stjórnarmyndunar - með kjánalegum slagorðum.

Nýr varaformaður var kjörinn “til að byggja brýr” og efla sátt og málefnalega úrvinnslu . . . . samræðustjórnmál og rökræðu við fólkið í flokknum og við kjósendur  í landinu.

Mér þykir afar slæmt ef ég verð neyddur til að kyngja því að Dagur B Eggertsson sé að klikka á sinni fyrstu prófraun sem alvöru-stjórnmálamaður . . . . . .

Eftir páskana:

  • Krossfestingarleikur og mútugreiðslur til Sjálfstæðismanna getur vel bjargað árangri sitjandi ríkisstjórnarflokka . . .  en hætta á að kosningaþátttakan verði slök þann 25. apríl nk.
  • VG stefnir í að verða langtum stærri en Samfylkingin í NA-kjördæmi og líklega eingöngu mútuskandallinn hjá XD sem getur bjargað SF frá því að vera langminnsti flokkurinn í kjördæminu.

Sjálfur er ég að ná mér af flensunni og stefni á að mæta í vinnuna í fyrramálið.    Byrja alla vega í morgunsundinu.    

Það styttist í vorkomuna og leyfi mér þrátt fyrir allt að fagna því að eiga vorið og sumarið ekki undir ríkisstjórn Samfylkingarinna og Vinstri Grænna . . . . 

Náttúran er þrátt fyrir allt jafnvel skynsamari og fyrirsjáanlegri en stjórnmálin - eða veldur síður vonbrigðum.´

Á annan í páskum 2009.


EKKI fylgja fordæmi Sjálfstæðisflokksins . . . . . um "mútuþægni" og annað sukk

 

Ungliðarnir í SUS eru greinilega á villigötum ef þeir halda að Sjálfstæðisflokkurinn sé til fyrirmyndar um eitthvað.   Enda var það ekki að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins sem farið er að grufla í fjárframlögum og tengingum við lykilmenn í fjármálalífinu.

Hér þarf ungliðasveitin að taka sig saman í andlitinu og átta sig á því að Sjálfstæðisflokkurinn ER EKKI TIL FYRIRMYNDAR Í FJÁRMÁLUM OG SIÐFERÐI UM TENGINGU VIÐ VIÐSKIPTIN . . .

 


mbl.is Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn hefur enn axlað pólitíska ábyrgð á "mútum" í Sjálfstæðisflokknum . . .

. . það er ekki að taka ábyrgð að Andri Óttarsson - sem enga ábyrgð ber hætti hjá flokknum.

Það er ekki að taka pólitíska ábyrgð að Geir Haarde - hættur, farinn og veikur fv. formaður hafi meðgengið að hafa verið með í þessu - - hann er úr sögunni.

Kjartan Gunnarsson er amk. tvísaga . . . og er líka hættur og farinn . . . .

Þorsteinn og Steingrímur - veittu styrkina í vinfengi við Sigurjón Árnason og Hannes Smárason . . . og aðra stjórnendur Landsbankans og FL-Group  . . . .  sem síðan áttu ríka hagsmuni undir þeim ákvörðunum sem framundan voru . . . um einkavæðingu . . . og um REI-pakkann . . . þar sem Bjarni Ármannsson kom til liðs við þá . . .

. . . en það voru þeir Guðlaugur Þór og Illugi Gunnarsson sem komu að ákvarðanaferlinu - sem lykilmenn í pólitíska vefnum . . . . . og sitja með REI skandalinn og með Sjóð-9 hjá Glitni . . . sem merkilegt nokk tengist bréfum í FL-Group/Stoðum . . . .

. . . skaðinn er hjá almenningi . . . og tími til þess að Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson verði spyrtir saman sem samherjar . . . en ekki keppinautar . . . . þeir eru saman í skítnum og verða að víkja . . . .

Svo skulum við fara í gegn um ein 10 ár að banki og skoða hvernig einkavæddir bankar og fyrirtæki hafa skultað fjármunum að flokkunum  -  og ættum líka að skoða hvort stórar fjárhæðir hafa farið til einstakra prófkjörskandídata sem komu síðan á eftir - eða áður - að grundvallarákvörðunum . . .


mbl.is „Augljós mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steini í Kók og Steinþór G bera ekki pólitíska ábyrgð . . .

 

. . . . . . .og geta heldur ekki borið ábyrgð á því að fyrirtækin hafi með þessum hætti “borið fé” á Sjálfstæðisflokkinn.   

Framkvæmdastjórar FL-Group (Hannes Smárason) annars vegar og bankastjóri Landsbankans (Sigurjón Árnason) hins vegar verða að svara fyrir þessar styrkveitingar - ásamt endurskoðendum félaganna - sem bæði voru á markaði á þessum tíma.  Almennir hluthafar eiga auðvitað heimtingu á að vita - hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn fékk slíka ofur-fjármuni - og framundan voru ákvarðanir um almannaeignir sem lykilmenn Sjálfstæðisflokksins áttu aðkomu að.

Kjartan Gunnarsson og  Andri Óttarsson bera sína rekstrarlegu ábyrgð gagnvart formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins.   Það eru aftur á móti Geir H Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem bera hina póltísku ábyrgð gagnvart almennum Sjálfstæðismönnum . . . . og málið verður ekki úr sögunni með því að Geir segist bera ábyrgðina, , veikur maður og farinn af hinu pólitíska sviði.   

Þeir leikendur í umboði Sjálfstæðisflokksins sem komu að ákvörðunum um sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og hins vegar í REI-skandalanum í gegn um Orkuveitu Reykjavíkur -  það er þeir Guðlaugur Þór Þórðarson  og  Illugi Gunnarsson og félagar sem bera auk þess pólitíska ábyrgð.

Þessir aðilar eiga að taka pólitíska ábyrgð . . . . með embættum sínum og afsögn . . .


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einangrunarvist SjálfstæðisFLokksins er eðlileg afleiðing viðskiptaglæpa Frjálshyggjunnar

. . . og ætti að vera nægilegt til að stefna flokkum frá miðju og til vinstri til samstöðu - og til að gera bandalag við hinn "jarðbundna hluta" í atvinnulífsbakgrunni Sjálfstæðisflokksins.

Það tókst vel þegar stofnað var til Þjóðarsáttar gegn verðbólgu 1990-1991 (gegn öllum þingflokki Sjálfstæðisflokksins)

Það tókst vel þegar R-listinn tók ábyrgð á stjórn Reykjavíkur í 12 ár

. . . það er eina leiðin sem nú er til framúr kreppunni og upp úr rústunum . . . .

Breiðfylkingin gegn SjálfstæðisFLokknum þarf að hafa efnislegt innihald til viðbótar við að skrúfað verður fyrir yfirgang frjálshyggjunnar og græðgisöfganna . . .


mbl.is Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líklega er kominn tími á að ríkið taki sig til og afskrifi skuldabagga stjórnmálaflokkanna - -

. . . sem lið í allsherjar hreinsun . . og aftengingun stjórnmála og fjármálalífs.

Mynd 493670

Ekki vegna þess að það sé gott að hygla óráðssíu stjórnmálastarfsins . . og ekki vegna þess að það eigi að "fyrirgefa"  þeim sem hafa farið illa með aðstöðu sína - heldur vegna þess að það er mikilvægt að bregðast við til frelsunar lýðræðislegs starfs og stjórnmálaþátttakan getur ekki gegnt sínu hlutverki til lengdar - nema þessi fjármálaklafi og spilling sé settur til hliðar.

Er ég kannski of umburðalyndur . . . ?


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli Bjarni Ben sé ennþá "eins og skyr" . . . ?

. . . . svo vitnað sé til hans fleygu orða þegar hann þáði kjörið sem formaður SjálfstæðisFLokksins

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins greip til fimmaura-brandara eftir tengdaföður sínum

Skiljanlega er hann núna fölur og fár maðurinn . . . . líklega "hrærður" . . . . . eða "þeyttur" eða hvað það er sem getur líst ástandi mannsins í þessu "bófaflokki" . . . . .

Sjálfstæðisflokkurinn þarf eitthvað öflugra en fimmaura brandara eða lélegan "matreiðsluþátt" . . .


mbl.is Framhaldið í höndum formannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband