Færsluflokkur: Bloggar

Samfylkingin sekkur með ICESAVE ef ekki verður staldrað við!

  • ICESAVE vandamálið er stærsta efnahagslega- og pólitíska vandamál Lýðveldistímans ef svo fer sem horfir.

Stærsti efnahagsglæpurinn fólst í þessu innlánaskema sem græðgin verðlaunaði - þar sem áhættan var öll sett á sameiginlega sjóði og kerfislegum stöðugleika fórnað.   Við sitjum í súpunni með allt hrunið og hryðjuverka-laga-veitingu Bresku ríkisstjórnarinnar - vegna þess að Davíð sagði "við borgum ekki skuldir óreiðumanna í útlöndum" - og Geir Haarde tók ekki hvatningum, áskorunum og bænum Gordon Brown um að hefja bráðaaðgerðir strax í apríl.   

Geir Haarde heimsótti Dawningstræti í apríl þar sem fjölmiðlafulltrúi Gordon Brown gaf út tilkynningu um að rætt hefði verið um samstarf Íslands við AlþjóðaGjaldeyrissjóðinn og Bretar lofuðu stuðningi við umsókn Íslands að  ESB.  (Geir lét afturkalla tilkynninguna vegna þess að það hefði verið Gordon Brown sem ræddi þessi mál - - en ekki hann . . . . ?)

Brown hringdi ítrekað í Geir í aðdraganda hrunsins og hét liðsinni , , , , ,  sem Geir þáði ekki.  Símtöl Árna Matt og einleikir Davíðs í Kastljósinu bættust síðan við - - og alltaf versnaði ástandið - - en ríkisstjórn Íslands þáði ekki samstarf eða ráðleggingar - - hvað þá að beðið væri um neyðaraðstoð.

Nú virðumst við sitja uppi með:

  • allt tjónið af hruninu og hryðjuverkabeitingu Breta - af því við neituðum að borga "skuldir í útlöndum" . . .
  • og ríkisábyrgð á ítrustu skuldum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi

Samningur er lagður fyrir Alþingi.  Hann er með ríka óbeina ábyrgð í 7 ár - en síðan beina ríkisábyrgð á óvissum stærðum.  Vextir eru háir og kostnaðurinn af vaxtagreiðslum einum og sér mun vega þungt - þótt fáist upp í skuldir með sölu eigna.   Hætta er raunverulega á að samningurinn íþyngi samfélaginu þannig að lánshæfismat ríkisins og allra meginfyrirtækja kunni með því að hrynja - niður fyrir þau mörk sem við getum staðið undir.

Þingmenn standa frammi fyrir því að greiða atkvæði um samning sem er ekki bara vafasamur - hann kann að reynast banvænn í bókstaflegum skilningi.  Fari svo að lánshæfismat ríkisins verði skalað niður um ein tvö þrep (niður úr B . . . ) - - þá er hætta á að raunverulegt þjóðargjaldþrot verði staðreynd.   Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur og RARIK og fleiri orkufyrirtæki munu falla - - og lenda í höndum kröfuhafanna . . . .  ríkið getur ekki hlaupið undir baggann . . . .  Þá verður raunveruleg þjóðarvá.

Samningar um ICESAVE eru eflaust algerlega nauðsynlegir; - og engin önnur leið.  Við þurfum hins vegar hagstæðari samning til að geta verið viss um að þjóðfélagið þoli kostnaðinn og áhættuna til lengri tíma.   Við þurfum líka að fá opinber gögn sem greina áhrif af samningnum eins og hann stendur.    

Alþingismenn mega ekki greiða atkvæði um þennan samning öðruvísi en að fyrir liggi greining frá tveimur virtum matsfyrirtækjum varðandi lánshæfi íslenska ríkisins og meginfyrirtækjanna.

Helst af öllu vildi ég auðvitað sjá að ráðherrar ríkisstjórnarinnar sem nú situr leggi það á sig að biðja um fundi með kollegum sínum í Bretlandi og í Hollandi - í þýskalandi og Frakklandi og á öllum Norðurlöndunum; forsætisráðherra, fjármálaráðherra og utanríkisráðherra . . . hveri í sínu lagi og allir saman - og biðjist vægðar fyrir Íslands hönd og biðjist jafnframt afsökunar á því hvernig stjórnvöld brugðust við að hafa hemil á ósvífnum kaupahéðnum og bankaglópum  sem rændu almenning og atvinnurekstur á landinu og í nágrannalöndunum.

Hvernig væri að ráðherrarnir einbeiti sér að því að vinna málin í sátt og samþykki út á við - - og leiti liðsinnis öflugustu stjórnmálamanna í nágrannalöndum?

Þingmenn Samfylkingarinnar verða að standa í lappirnar gagnvart ráðherra-ræðinu og krefjast meiri og öflugri vinnslu af ráðherrum sínum -  og þeir mega undir engum kringumstæðum segja ´já við ICESAVE-samningnum nema fyrir liggi ótvírætt mat frá marktækum matsfyrirtækjum á því að lánshæfi og greiðsluhæfi Íslands verði ekki ógnað til skemmri eða lengri tíma.

Ef þeir láta sér lynda að greiða atkvæði með samningnum - hafandi ekkert handfast á borðinu um líklega framvindu og lánshæfi - og fá síðan verstu niðurstöðuna í hausinn innan örfárra vikna - - þá verður lítið eftir af Samfylkingu til að vera "burðarflokkur í ríkisstjórn landsins" . . . .

Skora því á þingmenn Samfylkingarinnar að staldra við og kalla fram gögn og greiningar - - frá marktækum aðilum - - og senda líka ráðherra sína í efnislega vinnslu með opinberum fundum og leynifundum með ráðherrum í löndum sem við viljum halda vinskap við.

Með jákvæðar niðurstöður af greiningum geta menn eflaust forsvarað að segja já.   Ef menn hafa ekki slíkar niðurstöður á að byggja þá ber þingmönnum að segja nei.    Svo væri betra að senda einhverja aðra en Svavar Gestsson til samninga . . . . og sennilega best að leita til sérfræðinga og vinveittra stjórnmálamanna og áhrifamanna frá Svíþjóð eða Canada -  til að verða milligöngumenn.  Nú þurfum við á slíku að halda.


Í gíslingu Blöndósinga . . . !

Leiðin Reykjavík Akureyri (Norð-Austurland) er í gíslingu sjoppu-vina á Blönduósi.  Enn einu sinni hafna þeir styttingu aðalleiðarinna á þjóðvegi nr 1 - með því að fara um hjá Húnavöllum og meðfram Svínavatni.  Stytting um 15-16 kílómetra ætti einmitt að vera forgangsverkefni í kreppunni.  Nú er þörf aðgerða sem spara orku og tíma.

Hér er dæmi um þröngsýni og aulamennsku sem tekur sérhagsmunina framyfir mikilvæga hagsmuni vegna flutninga og ferðalaga.  Veðurskilyrði eru einnig oft og iðulega mun hagstæðari en í kring um Blönduós og inn eftir Langadal -  sérstaklega í NA áttum og skafrenningi - svo miklu munar.   Við sem ferðumst oft á vetrum milli Akureyrar og Reykjavíkur vitum þetta og ökum þess vegna verri veg til að létta okkur leiðina og komast leiðar okkar.

Umhverfisráðherra fv. lagði fram frumvarp um "landsskipulag" sem var einmitt ætlað til að bregðast við sérhagmunahyggju sem þessarri.   Með slíkum lagaheimildum þar sem ráðherra og skipulagsyfirvöld á landsvísu geta tekið ákvarðanir sem styðja heildarhag - en stemm stigu við yfirgangi sérhyggjunnar og sjoppu-sósíalisma þeirra á Blönduósi.

Hér er þörf aðgerða - til að frelsa ferðalanga frá gíslatöku sjoppuvina á Blönduósi.   Kannski við ættum bara að fara í viðskiptaverkfall gagnvart þeim í N1 á Blönduósi?

 


mbl.is Hafnar erindi um Svínavatnsleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gjafir eru yður gefnar;" . . .

svo vitnað sé til Bergþóru á Bergþórshvoli.    Þá minnti hún syni sína á að handbendi Hallgerðar Höskuldsdóttur hefðu farið með flím um þá “taðskegglinga”  og fjölskylduna alla.    Á eftir fóru mörg óhappaverk og vígaferli sem enn er lesið um í Njálu.

Þetta dettur mér helst í hug þegar ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hækkar áfengi og olíuvörur;  og með því lán heimila of fyrirtækja.    Kannski ná þau nettó 2,5 milljörðum inn í tekjur fyrir ríkissjóð en aðgerðin flytur 7-8 milljarða frá skuldsettum heimilum yfir til fjármagnseigenda og fjármálafyrirtækjanna.  Auk þess gerist margur reksturinn umtalsvert þyngri vegna hækkunar á verðtryggðum lánum . . . og vegna vísitölubindingar margvíslegra samninga og skuldbindinga.

Þessi aðgerð er ótrúlega ruddafengin ögrun við það ástand sem skuldsettur almenningur glímir við.   Hún hefur ekki í för með sér neinn umtalsverðan ávinning fyrir ríkissjóð - - jafnvel fremur til þess fallin að draga niður neyslu og þannig veltu á áfengi, tóbaki og eldsneyt - og skila þannig ekki tekjuauka.  þessi aðgerð - - til viðbótar við sams konar hækkun í desember - handstýrir hækkun verðtryggðra lána og þannig afborgunarbyrði hjá almenningi og einkum yngri fjölskyldunum - en á meðan býr hún til ÁVÖXTUN hjá fjármagnseigendum og fyrirtækjum þeirra.  Slík ávöxtun er auðvitað innistæðulaus - - og beinlínis siðlaus í miðju hruninu - - og ætti að draga athyglina að því enn og aftur hvílíkt skrímsli verðtryggingin er;  raunveruleg “Vítisvél Andskotans” . . . . . sem drífur fjármunaflutninga ´milli aðila.  Frá lántakendum og til fjármagnseigenda.

Þetta er alveg sérlega óheppilegt og óskynsamlegt við núvernandi kringumstæður þar sem þjónustukaup eru að dragast mikið saman og neysla og fjárfesing að stöðvast - - fyrirtæki og heimili að sigla unnvörpum í þrot.

Synir Bergþóru brugðust við ögrunum Hallgerðar og hennar sendimanna;  

Almenningur syrgir það sumarfrí sem hann ekki getur leyft sér árið 2009 - (en tók kannski að láni árin 2003-2008).   Hvernig bregðast menn við?

Stefnir kannski í það að fjöldasamkomur á opnum svæðum Reykjavíkur verði “afþreying” og sú sjálfstyrking sem illa svikin skuldsett millistétt og láglaunafólkið sameinast um?

Hvar eru “synir Bergþóru”?


Sænska leiðin úr kreppunni; Mats Josefsson og Göran Person hafa reynslu sem við verðum að nýta

Svo að nú er staðfest að þolinmæði Josefsson hefur verið á þrotum.     Illa virðist ráðamönnum okkar ganga að læra af öðrum og leita sér ráða þeirra sem þau hafa - eða reynslu af viðbrögðum og uppbyggingarstarfi við bankahrun.

mynd

 

Mats Josefsson lagði til að bankarnir yrðu endurreistir með lágmarksefnahag - á grundvelli innlána og notaðir sem verkfæri í eigu stjórnvalda til að koma af stað viðskiptabankastarfsemi - um leið og þeir gætuþjónustað atvinnufyrirtækin.   Hann lagði til að eignarhald ríkisins væri skýrt og ákveðið yrði tekist á við það hlutverk sem eiganda bæri - - í gagnsæju umboði stjórnvalda.   Einkavæðing bankanna væri síðaritíma viðfangsefni - og sameining og hagræðing þjónustuþátta - ekki fyrsta verk.  Svo lagði hann áherslu á að stóru fyrirtækin yrðu tekin út úr bönkunum og staðsett í eignarhaldsfélagi - utan við bankakerfið - þar sem ríkisvaldið setti stjórnendur til umboðs með stefnumótandi fyrirmælum um að rétta þau við - - bæði vegna mikilvægra þjónustuferla í samgöngum og fjarskiptum og líka vegna þeirra verðmæta sem í fyrirtækjunum lægju í fólki og verkferlum.

Hvorugt verkefnið hefur verið unnið - af nokkru viti ennþá.  Menn vissu að Geir Haarde fékk engu framgengt í gegn um Sjálfstæðisflokkin á meðan það var - en Samfylkingin virðist ekki hafa áttað sig á að menn kalla ekki sérfræðinga á vettvang og segja svo að þeir ætli ekkert endilega að nýta þeirra leiðsögn - - en reyna að fiska sér trúverðugleika með nærveru sérfræðinganna.  Og í staðinn var FME undir verkstjórn þeirra afsettu Jónasar Fr og Jóns SIgurðssonar látinn ráða för við skilgreiningu á efnahag bankanna og óljós skil milli Gömlu og Nýju- og enn veit enginn fyrir víst hvaða módeli verið er að fylgja í því verki.

Svo kom Göran Person og flutti mál sitt fyrir fjölda fólksþarna nokkru fyrir jól.   Gerður var góður rómur að máli hans - enda maður með reynslu frá erfiðasta tímabili í efnahagslegri síðaritíma sögu Svíþjóðar.  Person hikaði ekki við að taka til í ríkisrekstri og skera niður - og hann hikaði ekki heldur við að leggja á skatta - - 45%-56% tekjuskattprósenta - var almenn og er enn í meginatriðum.   En umfram allt annað lagði Göran Persón áherslu á að ríkisstjórnin setti upp heildstæða og skjóta greiningu á vandamálinu - og legði upp Plan - sem væri nægilega djarft og róttækt til að sýna fram á að með því væri hægt að klára málið.  Ekki fresta högginu eða þeim róttæku aðgerðum sem óhjákvæmilegar væru - og ekki draga neitt undan - eða hika við að gera kröfur um framlag allra þeirra aflögufæru.   Svíþjóð rétti við - - og Person er ekki lengur “óvinsælasti ráðherra ever” í Svíþjóð.  Reyndist bæði nógu róttækur og jafnframt nógu fastur fyrir til að ná árangri í erfiðri stöðu.

mynd

Það voru heldur engin aukvisar í aðgerðastjórn - að baki ríkisstjórnar Jafnaðarmanna í Svíþjóð á þeim tíma.  Þeir höfðu líka pólitíska meginstefnu og jarðsamband breiðrar samstöðu öflugra aðila og tefldu saman lykilaðilum - án þess að vera handbendi  neins þeirra - og með því voru sérhagsmunir hagsmunahópanna lagðir til hliðar.

Ekki var ríkisstjórn SF og Sjálfstæðiflokksins fær um að nýta sér leiðsögn þessarra höfðingja - og varð sjálfdauð eins og menn muna - með hálfgerðri stjórnarkreppu á minnihlutatímabili SF pg VG inn í kosningarnar.   Nú er komin ný meirihlutastjórn - sem því miður virðist reist á “veikleika” minnihlutastjórnarinnar að alltof mikklu leyti framlenging á því.  Til marks um það er sennilega skýrast að Gylfi Magnússon situr “ósnertanlegur” - sem ráðherra - án þess að sæta nokkru beinu áreiti eða aga frá þingflokkum stjórnarflokkanna - - og einmitt núna þegar erfiðu verkin eru staðsett í hans umboði og í vaxandi mæli.

Óskandi er að okkar fólk taki sig á og beri gæfu til að taka mark á þeim öflugu erlendu aðilum sem reynast tilbúnir að leggja okkur lið.   Tíminn er naumur og vandræðagangurinn fram að þessu hefur orðið til stórtjóns.   Planið sem Person lagði áherslu á  - fæðist ekki enn - og enginn veit fyrir víst hvort ríkisstjórnin er með okkur á leið inn í aðildarviðræður að ESB eða ekki - og enginn veit fyrir víst hvort ríkisstjórnin mun eða fær umboð Alþingis til að óska eftir samstarfi við ESB og leita flýtimeðferðar í skjól hjá Evrópska Seðlabankanum.

Ef ekki næst árangur fyrr en seinna þurfum við kannski að fá erlenda stjórnmálamenn til að leiða okkur út úr þessarri kreppu.  Það væri samt mögulega ekki það versta sem fyrir okkur kæmi - og mundi þá etv. sannast að Íslendingar hafi ekki verið reiðubúnir til að segja skilið við Dani þarna 1944.

Það voru einhverjir minnihlutamenn á því á þeim tíma að þetta væri allt bráðræði og óráð - - en minnihlutinn hefur stundum rétt fyrir sér eftir allt saman.


mbl.is Josefsson hótaði að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðrétting á vísitöluhækkun lána er réttlætismál og efnahagsaðgerð . .

en ekki björgunaraðgerð fyrir einstaklinga.

Ástæðan er sú að skuldsettur almenningur ber enga persónulega ábyrgð á hruninu og á því ekki að takast á við afleiðingar gengishrunsins í gegn um persónulegan fjárhag fjölskyldunnar.  Ríkisvaldið þarf að koma hér að með leiðréttingu á verðtryggingunni í gegn um hrunið.

Fyrri ríkisstjórnir tóku stöðu með öllum sparifjáreigendum og tryggðu allar innistæður upp í topp - og það var einkum efnað fólk sem naut þess að lágmarksviðmið Tryggingasjóðs Innistæðueigenda var ekki látið gilda (við 3,5-4milljónir).   Sparifjáreigendum var ekki einasta tryggður höfuðstóll um áramót 2007-2008 - heldur fengur þeir alla sína vexti og verðbætur - sem ýktist vegna hrunsins.  Þeim var því tryggð ÁVÖXTUN VEGNA ÓGÆFU ÞJÓÐFÉLAGSINS.

Fyrri ríkisstjórn beindi amk. 200 milljörðum inn í peningamarkaðsreikninga í föllnu bönkunum - á kostnað almannasjóða og flestir fengu þannig allan sinn höfuðstól og margir verulega ávöxtun á árinu 2008.

Það eru ekki einasta jafnræðisrök og réttlætisrök fyrir leiðréttingu á höfuðstól lána - það eru líka hörð og einföld efnahagsleg rök og markaðsleg.

Það bendir allt til þess að 50 þúsund fjölskyldur sitji í eignum sem eru með veðhlutfall í 85% eða upp fyrir 100%.   Yfirveðsettar eignir skipta ekki um eigendur nema greitt sé inn á höfuðstól - eða lán fært niður.    

Til að fasteignamarkaðurinn þokist af stað og verðmyndun og sala geti farið fram þá þarf að lækka höfuðstól áhvílandi lána á flestum eignum - og þannig gætu fjölmargir sem orðið hafa fyrir tekjufallinu selt sig frá vandanum.

Umfram allt verður að lækka greiðslubyrði fjölskyldnanna almennt þannig að þvingaðar greiðslur af lánum taki til sín allt ráðstöfunarfé fólks með lækkandi laun.    Verði ekki við brugðist er hætta á að hrunið haldi áfram og verði að lokum algert.

Krafan um kjarkaðar og framsýnar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnar SF og VG  - mun bara þyngjast.  N'u er það okkar flokksmanna stjórnarflokkanna að framkalla efnislega vinnslu og rökræðu - með hraði.   Tíminn er naumur og kosningabaráttan með sínum klisjum á að ver að baki.   Engin tillaga er á borðinu önnur en leiðréttingarleiðin . . . . og alltof lengi hafa forystumenn stjórnarflokkanna þverskallast . . þrátt fyrir samþykktir landsfunda sinna flokka.


mbl.is Leiðréttingu, ekki ölmusu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunasamtök Heimilanna - kalla eftir samstöðu um almennar aðgerðir

Með því er hinn vaxandi þungi á kröfunni um aðgerðir til að létta vísitöluyfirskotinu af persónulegum fjárhag fjölskyldnanna í landinu.

Almenningur á ekki að þurfa að sæta því að bera persónulega ábyrgð á því tjóni sem lántakendur ´glíma við vegna hrunsins - og vísitöluyfirskotinu sem af því leiðir.

Nú mun senn koma í ljós hvort okkar ágætu jafnaðarmenn í Samfylkingu og vinstri sócíalistarnir í VG hafa tekið leppa frá eyrum sínum og heyra kveinstafi venjulegra fjölskyldna.   Nú reynir á samfélagslæsi okkar framlínufólks - og tími til kominn.   Afneitunin hefur villt mönnum sýn.

Tími til aðgerða verður gefst ekki mikið lengur . . . . . . .

Gott fólk í ríkisstjórn;  Nú er að gyrða sig í brók!


mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til áhrifa innan ESB - utan ESB verðum við einangruð í skammarkróknum

Valið stendur um þetta.  

Með EES samningnum tökum við ákvörðunum og regluverki án þess að koma sjónarmiðum á framfæri - og án þess að geta setta fyrirvara um innleiðingu. 

Með aðild að ESB getum við komið sjónarmiðum á framfæri á frumstigi og freistað þess að vinna sjónarmiðum okkar skilning og stuðning annarra aðildarríkja - og getum aukin heldur sett fyrirvara um hvernig tilskipanir koma til framkvæmda í okkar eigin landi.

Samskiptasaga Íslands varðandi t.d. hafrétt gefur möguleika á að Ísland verði ekki bara virkur aðili að mótun reglna og meginsjónarmiða -  heldur getur Ísland beitt frumkvæði sínu og náð leiðandi áhrifum á sjávarútvegsstefnuna - vegna hinna ríku hagsmuna sem efnahagskerfið okkar á undir sjávarútveginum.

Þetta er þess vegna það svið sem við gætum mögulega orðið sterkust á - - og alls ekki orðið undir.   Sérhyggjusöfnuðurinn í LÍÚ má þess vegna ekki vera einráður um áherslur sjávarútvegshagsmuna Íslendinga.


mbl.is Leiði mótun sjávarútvegsstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland: Evróvísión og sjálfsmynd þjóðar!

Til hamingju Jóhanna Guðrún og félagar.

Sjálfsmynd þjóðar hefur gott af því að vera sett á jákvæðan stall.

Held að þetta komi okkur öllum til góða.  Byrjum uppleiðina saman.

Til hamingju Ísland!

 


Sumar í lofti og sól í heiði - útreiðar freista hestamanna fyrir Norðan

Veðurhorfur næsta sólarhringinn skv. mbl.is

Suðaustan 13-20 m/s suðvestanlands fram á nótt, annars yfirleitt 10-15, en 8-13 á morgun. Skýjað með suðvesturströndinni og súld eða dálítil rigning af og til og hætt við þokulofti á annesjum austanlands, en annars víða léttskýjað. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Norðurlandi.

Spá gerð 13.05.2009 kl. 18:21

Veðurhorfur næstu daga

Austlægar átt næstu daga. Sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil, en annars bjart að mestu. Hlýtt í veðri.

Spá gerð 13.05.2009 kl. 21:00

Þrír hestar á járnum voru hreyfðir í dýrðarveðri

DCP_0004.JPGDrottning í sumarholdum 2006.  Hún er í betra formi núna - nýjárnuð en lítið þjálfuð.
Dagarnir framundan verða vonandi notaðir vel fyrir hreyfingu og útiveru.   Spáin lofar sumarveðri á okkar landshorni.
Smile

Skattastefna - og Norræna leiðin fremur en hin Amerísk-Enska

Já Norræna velferðarstjórnin ætlar að færa okkur með ákveðni í átt að því Evrópska líkani sem skattleggur talsvert grimmt - - en ráðstafar fjármunum með fullri alvöru til að reka öflugt og gagnlegt heilbrigðiskerfi og öldrunarþjónustu - - og skólakerfi sem er rekið án gjaldtöku almennings.

Vonandi taka stjórnvöldin forustu einmitt núna og bjóða upp á gjaldfríar skólamáltíðir fyrir öll börn - - endurgjaldslausar skólabækur fyrir framhaldsskólanemendur og tannlækningar fyrir börnin.

Niður með skattfríðindi og dekur  við miðaldra og eldri karla sem eru á góðum launum og njóta fríðinda launagreiðanda - - og burt með dekur við fjármagnseigendur á öllum aldri . . . .

. . . auðvitað eigum við að borga skatta langt til jafns við það sem tíðkast í Danmörku Noregi og Svíþjóð . . . . . og gera á móti kröfur um aukna skilvirkni í mennta- og heilbrigðiskerfinu . . . .

. . . sérstaklega þarf að fjárfesta í börnum og umgjörð barnafjölskyldnanna þegar kreppan ríður yfir.

Ég vil borga aukna tekjuskatta á meðan ég er enn frískur og fær . . . en svo vil ég njóta gjaldfrís aðgengis að þjónustu ef ég veikist og þegar ég gerist gamlaður


mbl.is Skattar svipaðir og 2005-2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband