"Gjafir eru yður gefnar;" . . .

svo vitnað sé til Bergþóru á Bergþórshvoli.    Þá minnti hún syni sína á að handbendi Hallgerðar Höskuldsdóttur hefðu farið með flím um þá “taðskegglinga”  og fjölskylduna alla.    Á eftir fóru mörg óhappaverk og vígaferli sem enn er lesið um í Njálu.

Þetta dettur mér helst í hug þegar ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu hækkar áfengi og olíuvörur;  og með því lán heimila of fyrirtækja.    Kannski ná þau nettó 2,5 milljörðum inn í tekjur fyrir ríkissjóð en aðgerðin flytur 7-8 milljarða frá skuldsettum heimilum yfir til fjármagnseigenda og fjármálafyrirtækjanna.  Auk þess gerist margur reksturinn umtalsvert þyngri vegna hækkunar á verðtryggðum lánum . . . og vegna vísitölubindingar margvíslegra samninga og skuldbindinga.

Þessi aðgerð er ótrúlega ruddafengin ögrun við það ástand sem skuldsettur almenningur glímir við.   Hún hefur ekki í för með sér neinn umtalsverðan ávinning fyrir ríkissjóð - - jafnvel fremur til þess fallin að draga niður neyslu og þannig veltu á áfengi, tóbaki og eldsneyt - og skila þannig ekki tekjuauka.  þessi aðgerð - - til viðbótar við sams konar hækkun í desember - handstýrir hækkun verðtryggðra lána og þannig afborgunarbyrði hjá almenningi og einkum yngri fjölskyldunum - en á meðan býr hún til ÁVÖXTUN hjá fjármagnseigendum og fyrirtækjum þeirra.  Slík ávöxtun er auðvitað innistæðulaus - - og beinlínis siðlaus í miðju hruninu - - og ætti að draga athyglina að því enn og aftur hvílíkt skrímsli verðtryggingin er;  raunveruleg “Vítisvél Andskotans” . . . . . sem drífur fjármunaflutninga ´milli aðila.  Frá lántakendum og til fjármagnseigenda.

Þetta er alveg sérlega óheppilegt og óskynsamlegt við núvernandi kringumstæður þar sem þjónustukaup eru að dragast mikið saman og neysla og fjárfesing að stöðvast - - fyrirtæki og heimili að sigla unnvörpum í þrot.

Synir Bergþóru brugðust við ögrunum Hallgerðar og hennar sendimanna;  

Almenningur syrgir það sumarfrí sem hann ekki getur leyft sér árið 2009 - (en tók kannski að láni árin 2003-2008).   Hvernig bregðast menn við?

Stefnir kannski í það að fjöldasamkomur á opnum svæðum Reykjavíkur verði “afþreying” og sú sjálfstyrking sem illa svikin skuldsett millistétt og láglaunafólkið sameinast um?

Hvar eru “synir Bergþóru”?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt rétt sem þú segir, m.a.: "Þessi aðgerð er ótrúlega ruddafengin ögrun við það ástand sem skuldsettur almenningur glímir við. Hún hefur ekki í för með sér neinn umtalsverðan ávinning fyrir ríkissjóð - - jafnvel fremur til þess fallin að draga niður neyslu." - ótrúlegt að SAMSPILLINGIN skuli ekki hafa VIT á því að nota þig & t.d. Gunnar Svavarsson, þið eruð FRÁBÆRIR - talið í lausnum og skiljið ástandið, en ekki er hægt að nota ykkur innan um draslið hjá XS - ótrúlega fyndið - sorglega fyndið.., á meðan siglir þjóðarskútan í STRAND í annað sinn með XS við stýrið.

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband