Færsluflokkur: Bloggar

Spákaupmennska lífeyrissjóða og sjávarútvegsfyritækja; - átti þátt í að fella hagkerfið?

Ástæða að veita því athygli að innlendir aðilar hafa virkilega lagt að mörkum til að fella fjármálakerfið íslenska.

Vogun með eða á móti krónunni var verkefni sem lífeyrissjóðirnir voru inni í - - og lykilfyrirætkin ekki síst sjávarútvegurinn . . . .  "eigum við að ræða það eitthvað"...?

Getur verið að lífeyrissjóðirnir hafi líka lagt að mörkum með því að taka stöðu í jöklabréfum sem keypt voru inn í gegn um Þýska banka.   Það verður að kíkja á það mál  - - ekki satt?


mbl.is Vilhjálmur: Ekki rétt að kenna bönkunum um allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri munu segja sig úr Samfylkingunni ef þröngsýn klíkustjórnmál ráða þar áfram öllu

Ekki samt þar með sagt að margir muni ganga í Framsóknarflokkinn - amk. á meðan ekkert liggur fyrir um það hvernig forysta flokksins og áherslur muni verða mótaðar á flokksþinginu núna í janúar.

Guðmundur Steingrímsson var líklega ekki í neinni þeirri klíku sem hefur fengið framgang með ríkisstjórnarþátttökunni . . . . . . ?


mbl.is Guðmundur í Framsóknarflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólamáltíðir fyrir öll börn - sem hluti af skipulagi skóladagsins

Til fyrirmyndar að halda verði skólamáltíða niðri.  Það væri samt sem áður ennþá öflugri aðgerð til að bæta stöðu þeirra sem búa við erfiðar aðstæður - og mundi auka jafnræði allra barna - - að stíga skrefið til fulls og setja máltíðina inn í skólaskipulagið og veita öllum börnum aðgang að mat - óháð efnum og aðstæðum.  Það mætti auðvitað senda út rukkun sem valkvæða greiðslu.   

Finnar hafa langa hefð af því að veita öllum börnum endurgjaldslausa máltíðir í skólanum.  Slíkt var innleitt eftir Seinni Heimstyrjöldina - til að bregðast við ægilegum matarskorti og útbreiddri fátækt og sundrun fjölskyldna.   Virkaði vel og hefur ekki verið afnumið - - og kom sér vel þegar kreppan skall á þeim við hrun Sovétmarkaðanna og bankakrísuna um 1990 og fram á síðasta áratug 20. aldarinnar.

Það er einnig löng reynsla á slíkri framkvæmd í mörgum skólahverfum fátækra borgarhluta í Bandaríkjunum - þar sem foreldrar leggja að mörkum með sjálfboðavinnu í hádegishléinu.  þar greiða menn stundum fyrir matinn eftir efnum og ástæðum og foreldraráðið sér um innheimturnar.

Í Kanada - m.a. í New Brunswick fylkinu - hefur skólamáltíðum sérlega verið gefinn ákveðinn forgangur - - ekki síst út frá manneldissjónarmiðum og heilbrigðis- og árangurstengdum rökum.   Menn staðfesta nefnilega aftur og aftur að gott og hollt fæði og regla á máltíðum er mikilvæg forsenda góðrar heilsu og eflir hagfelldan þroska og bætir árangur allra barna.  Menn sem sagt fjárfesta í bættum árangri með því að tryggja að öll börn borði í skólanum  - - bæði morgunmat og  holla hádegismáltíð.   Þannig bæta menn skólastarfið og vinnuaðstæður barna og fullorðinna.  Rannsóknir benda einnig til þess að með slíku dragi úr snakk-áti og óhollustu barnanna utan skólans og offita og tengdir ofneyslusjúkdómar láti undan síga.    

Heildar-sparnaður fyrir samfélagið í peningum talið - og ótvíræður ávinningur fyrir lífsgæði einstakinganna og fjölskyldnanna


mbl.is Áskrift að skólamáltíðum fjölgar í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valdarán íhaldsins í Kanada?

Minnihlutastjórn situr í tvo mánuði - með augljóst vantraust meirihluta þingsins.   Þetta er sérkennileg staða og mundi einhvers staðar vera kölluð óþingræðisleg.

Gefur trúlega viðtakandi samsteypustjórn tækifæri til að styrkja sig fyrirfram  og mögulega gefur þetta Liberala-flokknum tækifæri til að útkljá formannskjörið með snarpari hætti en hefði fráfarandi formaður (Stephen Dion) sest sem forsætisráðherra nú - þegar hann hefur sagt af sér sem formaður flokksins.

Vandséð að þessi Harper sem er annar óttaleg frjálshyggju-bulla geti brotið nýmyndað bandalag um samsteypustjórn á bak aftur.


mbl.is Ríkisstjórn Kanada kaupir sér tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Þórður Kára og Papco . .

Góðar fréttir að pappírsverksmiðjan sé að komast á koppinn í Hellisheiðinni.

Veit að undirbúningur og þreifingar hafa staðið talsvert lengi . . . . . en skil fréttina þannig að málið sé á skriði  og ákvarðana sé að vænta á næstunni.

Úr prentinu fyrir Norðan í pappírinn fyrir Sunnan  - - gangi ykkur vel

Biða að heilsa . . . .


mbl.is Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru Íslenski skattborgarar að taka lán til að greiða fyrir innlán í erlendum bönkum?

Ég er hættur að skilja:  ég skildi það svo að ICESAVE reikningar Landsbankans væru á ábyrgð Íslenska fjármálakerfisins, en erlend félög í eigu Íslendinga:  Kaupthing Edge eða hvað það nú var.

Er það á ábyrgð okkar hér á Íslandi að greiða upp innlánin?

Var þetta þá allan tímann eitthvað alllt annað sem var í gangi?

Getu einhver komið mér til hjálpar í þessu máli?


mbl.is Þjóðverjar lána Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur Reykás . . . . . .ma...ma....ma....

Steingrímur J setur persónulegt met í málefnaleysi . . og hrópar bara á kosningar.     Enn gleymir hann sér í mælskunni . . . . . og  því að vera "bara á móti" , , , ,  en samt verja Davíð . . . . .og enn sér hann ekki að vandamál landsins snúast meira um íslensku krónuna á floti . . . .

. . . .  Norska krónan getur sjálfsagt orðið okkur frekari fjötur um fót - og orðið til þess að Norðmenn ráði yfir því hvernig samskipti okkar við ESB þróast . . .

Man einhver eftir Gissuri jarli Þorvaldssyni . . . . . . . . ? og hvernig við lentum undir Noregskonungum?


mbl.is Vill að kosið verði í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska krónan er alltof dýr - - og skiljanlegt að enginn vill opna viðskiptin með hana á ný!

Þetta er náttúrlega nokkuð fyrirsjáanlegt - - - og nú loksins blasir við hvílíkan ofurkostnað þjóðfélagið allt - - heimilin í landinu - bera vegna þeirrar þráhyggju að halda í ISK - - og halda Íslandi frá stærra myntkerfi Evrópu (eða annarra landa).

Allt er betra en Íslenska krónan - - - því eina augljósa ógnunin við sjálfstæði þjóðarinnar liggur einmitt í því að þessi ör-mynt er á floti og skotspónn spákaupmennskunnar - - - - með engan bakhjarl nema í þráhyggju fornaldarpólitíkusanna í SJálfstæðisflokknum (Heimastjórnararmi) og í VG.   Þetta lið er hið raunverulega samval "hryðjuverkamanna" sem er á góðri leið með að sturta sjálfstæði þjóðarinnar í ræsið . . .


mbl.is Seðlabankinn reynir að efla gjaldeyrismarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brown er pólitíkus af síðustu sort - - og kominn fram yfir síðasta söludag

. . .  þess vegna verður íslenska ríkisstjórnin að virkja alla farvegi til að berja á honum . . pólitískt . . . . í gegn um NATÓ  - og í gegn um samskipti okkar við vinaþjóðir og nágranna.

Geir Haarde virðist alveg ónýtur maður- - og ófær um að sýna frumkvæði að því að leita sér liðs og biðja okkur bjarga . . .

Geir verður að víkja um leið og mesta hríðin er yfirstaðin   - - - og reyndar kannski strax ef hann ætlar ekki að ráðast í málin gegn Bretunum og Brown og þorir ekki að hreinsa Davíð og seðlabankastjórnina út . . . .

Hér eru tveir algerlega ómögulegir forsætisráðherrar á sviðinu . . .  báðum þjóðum til stjórtjóns og varanlegrar niðurlægingar  ef svona heldur áfram


mbl.is Gott dæmi um misnotkun laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðlækkun á áli - - er eðlileg afleiðing af kreppunni; - ekki fýsileg að fjölga álverum í bili

Þessar fréttir koma ekki á óvart þegar fyrir liggur að samdráttur verður mikill í flugvélasmíði og bílaframleiðslu.   Ekki sér fyrir endann á því samdráttarskeiði sem fjármálakreppan kallar yfir hinn iðnvædda hluta heimsins.  Stórfyrirtækin í bílaframleiðsunni  eru þegar byrjuð að loka - - og flugfélögin í erfiðleikum eða gjaldþrota núþegar.

Því er spáð að ferðalög dragist saman á næstu 2-3 árum - - -

- - - við þessar aðstæður er ekki skynsamlegt að skuldsetja íslenska þjóð fyrir fleiri orkuverum og álverum - - -

- - ef við hins vegar eigum möguleika á að fá hóflega dýrt lánsfé til að byggja upp orkuver þá væri nær að veðja á annað en álver.   Þegar fjármálaþjónustun og útrásin er hrunin eru bara eftir sjávarútvegur og álvinnsla til að sækja megnið af gjaldeyri - - því ferðaþjónustan mun eiga erfitt uppdráttar eftir langt hörmungarskeið hárra vaxta og hás gengis krónunnar . . . . . . . .

Förum því varlega og satt að segja er ömurlegt að sjá auglýsingar sveitarstjóranna á NA-landi - og verkalýðsforkólfanna sem hrópa á álver .  . álver . . .  álver og halda uppi því sem ég vil kalla "lýðskrum" - - í heilsíðuauglýsingum þessa dagana . . .


mbl.is „Höldum ótrauð áfram“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband