Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2008 | 17:32
"Ekki benda á mig" . . . . . ráðgjafi fjármálaráðherra . . . .
. . . . býsna alvarlegt að titlaður "ráðgjafi" fjármálaráðherrans hafi setið kynningarfund um efni skýrslunnar . . . . . sem Buiter og SIbert gerðu - og ekkert vitrænt aðhafst til viðbragða.
Mér tekst að lesa skýrsluna þannig að niðurstöður hennar eru bæði skiljanlegar og skýrar. Bent er einnig á kosti til að leysa úr fyrirsjánlegu vandamáli - - og koma í veg fyrir algert hrun íslenska peningakerfisins. Kostirnir væru annað hvort að selja ICESAVE - - og koma því þannig úr íslenskri ábyrgð - - eða semja sig með hraði inn í annað og stærra peningakerfi og þá var sá möguleiki uppi til skoðunar að gera það í gegn um aðildarumsókn að ESB og hraðsamning inn undir verndarvæng Evrópska Seðlabankans og í EVRU.
Það er þess vegna algerlega óþolandi að svo háttsettir menn - - og nánir ráðherra - - skuli komast upp með að vísa vandamálinu frá vegna þess að umræðan hafi bara snúist um aðildarumsókn að ESB eða um upptöku Evrunnar . . . . .
Vandamálið er afhjúpað í skýrslunni - - og greint efnislega og stærðargráðan einnig. Ekki lágu fyrir hins vegar neinar spár um það hvenær conceptið mundi hrynja . . . . en stjórnendum bankans varð ljóst að það stæðist ekki og þeir leituði kyrrlátra leiða til að selja ICESAVE frá bankanum. Ekki virðist hafa orðið til neitt samráð og samstarf við opinbera eftirlitsaðila . . . Seðlabanka eða FME.
Ráðuneytisstjórinn í fjármálaráðuneytinu virðist hins vegar hafa dregið skynsamlegar ályktanir af þeirri stöðu sem Landsbankinn stefndi í með ICESAVE - - því hann seldi bréfin í bankanum - - en kannski hefur hann ekki gert sér grein fyrir því að viðskiptamódel Landsbankans stefndi fjármálalega sjálfstæði Íslands varanlega í hættu.
![]() |
Efni skýrslu ekki rætt nánar í fjármálaráðuneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2008 | 22:22
Hver talar fyrir Landsbankann? Eru það fyrri eigendur eða eru það trúnaðarmenn Fjármálaeftirlitsins og viðskiptaráðherra?
![]() |
Landsbankinn: Engar reglur voru brotnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2008 | 14:20
Meðan Davíð situr í Seðlabanka -
. . . þá standa hans innistæðulausu yfirlýsingar um að Ísland borgi einungis 5-15% af erlendum kröfum.
Hann endurtók að Ísland hygðist hlaupa frá erlendum skuldum einstaklinganna; - hann endurtók það að eftir þann aðskilnað sem gerður væri á innlendri og erlendri starfsem bankanna mundi íslenska ríkið verða lítið skuldsett. Við sem hagkerfi mundum þannig hlaupa frá skuldunum.
Getur svona lagað kallast nokkuð annað en skýrt vísbendi um að fjármálayfirvöld á Íslandi hyggi á hryðjuverk . . . . . ?
(Þó svo að beitina laga gegn hryðjverkum í Bretlandi sé augljóst yfirskot og líklega löglaust athæfi . . . . . gegn Íslandi og öllum íslenskum hagsmunum.)
![]() |
Hvað sagði Davíð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.10.2008 | 15:38
Willem Buiter - vill ekki þegja yfir því að Landsbankinn vissi um að módelið stóðst ekki
Áhugavert að sjá og lesa í FT að Willem Buiter vann að greiningu fyrir Landsbankann á síðasta ári - - - -ásamt Ann Sibert - en skýrslan var ekki birt og ekki brugðist við henni í samstarfi við ríkisstjórn og Seðlabanka.
Athygli vekur þó að fjármálaráðuneytið - kannski fjármálaráðherrann Árni Matthíessen - voru viðstaddir kynningu á niðurstöðunum . . . . . . samkvæmt grein Buiters í gær.
Skýrslan í heild er áhugavert plagg og ástæða fyrir okkur að kynna okkur - - þetta er eitt af því sem var falið fyrir öllum almenningi og augljóslega ekki unnið með að spila úr - - með neinni áætlun þartilbærra aðila . . . (Til að trufla ekki markaðinn!!)
Sama hvað fjármálakrisunni á alþjóðlegum mörkuðum líður - - - - þjóðargjaldþrot peningakerfis og hagkerfis og íslenska ríkisins er allt annað en aðrir eru að upplifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 15:21
IMF er það eina sem getur bjargað Íslandi og Íslendingum frá aumri ríkisstjórn og Davíðsku í Seðlabankanum . . .
Við áttum auðvitað að vera búin að leita allrar aðstoðar hjá IMF - og sækja þangað fjárhagslegan stuðning og þekkingu á krísustjórnun á fjármálum og bönkum. Við áttum auðvitað ekki síður að leita allra leiða til að vinna úr vandamálum íslensku bankanna og íslensks eignarhalds á bönkunum erlendis - með samráði við stjórnvöld og seðlabanka í viðkomandi löndum og til þess þurftum við auðvitað allan stuðning og stjórnun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum . . . . . .
Enn og aftur hefur hroki og heimska ráðamanna að - - og afleiðingar af taumleysi og yfirgangi útrásargræðginnar - - - - orðið okkur til mörg-hundruð milljarða tjóns og varanlegs álitshnekkis og pólitískrar útilokunar.
Andstaða gegn því að leita til IMF skyldi þó ekki skýrast af því að IMF mundi krefjast þess að allar eignir gróðapunganna og einkavinanna sem fengu að sukka með bankana verða þá frystar og notað í þrotameðferð "fjármálakerfisins" íslenska.
Það þarf útlendinga og fjölþjóðasamtök til að bjarga okkur frá heimsku eigin valdsmanna og ráðamanna . . . . . . . og koma í veg fyrir að þeir enn og aftur gerir forréttindastéttinni mögulegt að skjóta undan því fé sem hún enn heldur á . . .
![]() |
Baksvið: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn - með góðu eða illu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2008 | 22:32
Geir Haarde verður að fara að hlusta á raunsæisfólkið í eigin flokki . . m.a. Villa Egils
Vilhjálmur Egilsson er talsmaður raunveruleikans í efnahags- og myntmálum - um lengri tíma.
Mál til komið að á hann verði hlustað - - - - í Sjálfstæðisflokknum - - - - fremur en öfgahópinn og Davíðs-gengið . .
Vilhjálmur er búinn að vera sammála Samfylkingunni í meginatriðum upp á síðkastið og mætti á flokksstjórnarfundi í Hafnarfirði fyrir skömmu.
Vilhjálmur gengur í takt við Samfylkinguna . . . . . . . . og það sama má segja með flesta raunsæja talsmenn atvinnu- og viðskiptalífsins . . . . . .
Geir Haarde og Árni Matt eru í ruglinu með Davíðs-arfinum - - og verja gamla rugludallinn fremur en hagsmuni almennings og framtíðarinnar . . . . .
. . . . . Vilhjálmur er ekki að mæla þeim bót sem framkölluðu hryðjuverkaviðbrögðin . .
![]() |
Vill fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðað við afleiðingarnar af símtalí Árna Matt við Alisdair Darling og þýðing á viðtali Kastljóss við Davíð Oddsson þá kemur ekki annað til greina en að Árni sé í hættu með að verða vísað frá landi í USA. Það eitt gæti bjargað íslensku þjóðinni frá frekari hneisu af því að þessi maður túlki skyldur og áform íslenskra stjórnvalda gagnvart alþjóðlegum fjármálalegum skuldbindingum íslendinga?
Kyrrsetjum Árna sjálf og veitum honum lausn frá ráðherraembættinu strax í dag.
![]() |
Árni mun ræða við ráðamenn og fjármálafyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var sem sagt Árni Matt sem er raunverulegur hryðjuverkamaður gagnvart íslensk hagkerfinu og peningakerfinu ef það er rétt að viðbrögð bresku ríkisstjórnarinnar hafi sótt sér umboð til sérlaga um viðbrögð við hryðjuverkavá.
Þjóðfélagið okkar situr allt uppi með margra hundraða milljarða tjón - - - - og sérstaklega bíðum við siðferðilegt og pólitískt gjaldþrot á alþjóðavettvangi. Davíð hnykkti síðan á heimskunni . . . . með fráleitum og umboðslausum yfirlýsingum Kastljósinu . . . . .
Er ekki tímabært að krefjast afsagnar Árna Matthíessen? - og kyrrsetningar hans og allra eigna hans?
Samfylkingin má ekki valda þessa menn í embætti . . . . . .
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2008 | 14:18
Seðlabankinn ekki að nýta sér norrænu seðlabankana...? - - og hví ekki?
Hér er spurt spurninga sem svör þurfa að fást við. Hér liggur líka í loftinu að forysta seðlabankans og fagvinna hefur alvarlega brugðist. Seðlabankastjóri nr.1 leikur einhverja óútskýrða einleiki . . .
Skipta þarf um forystu núna og ekki seinna en strax. Kannski Jón Sigurðsson fv. bankastjóri Norræna fjárfestingarbankans ætti núna að verða Seðalbankastjóri - - og hafa annan Jón Sigurðsson fv. ráðherra og um tíma formann Framsóknarflokksins með sér við hlið . . . . ?
Aðgerðir til grundvallabreytinga á peningastefnunni geta ekki beðið stundinni lengur
![]() |
Sænskur gjaldeyrisskiptasamningur ekki virkjaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2008 | 15:45
Davíð vill kannski að ALLIR AÐRIR EN HANN tali varlega . . . .?
´Já eftir síðustu fréttir frá því um hina helgina dámar mér ekki ruddaskapurinn. Ekki hefur Davíð talað svo varlega - ne´farið fram af hógværðinni einni saman . . . .
Hann vill sennilega fá að ráða því hverjir taka til máls og hvað þeir segja líka? Hamfarir hans og einleikir í bland við alþekkta þvermóðsku og einstrenging - gætu skýrt öðru fremur það hörmungarfall sem krónan og allt efnahagskerfið situr uppi með. Nú verður krónunnu ekki bjargað framar nema algerlega á kostnað heimilanna í landinu . . . og með því að ganga á náttúrauðlindirnar með afgerandi hætti til skemmri tíma. Vilja menn það - fremur en leita jafnvægis með samstarfi um og innan Evrópska-hagkerfisins?
- - - - er ekki annars komið meira en nóg af Davíð og Davíðskunni? Hvað líður Sjálfstæðismönnum í raunveruleika atvinnulífsins og heimilisrekstrar?
![]() |
Davíð: Menn tali varlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)