Færsluflokkur: Bloggar

Hörmung að ekki skuli fyrir löngu hafa verið gerð formleg aðgerðaáætlun vegna mögulegrar landgöngu hvítabjarna

Finnst allt benda til þess að Almannavarnir, lögregluyfirvöld og umhverfismálastofnanir hafi ekki staðið sig í stykkinu varðandi viðbúnað við "hvítabjarnarvá" - og því hafi viðbrögð aðili orðið að kjánalegum "strákaleikjum" löggustráka á byssudrengja í Skagafirði.

Það er því miður alveg rétt hjá umhverfisráðherra að það var enginn viðbúnaður til að deyfa eða svæfa dýrið - - enginn með undirbúið plan, - enginn með búr eða aðstöðu til að geyma björninn og enginn með undirbúning eða tækjabúnað og þekkingu til að flytja dýrið í dýuragarð  - eða til náttúrulegra búsvæða á Grænlandi eða ísnum norður af Svalbarða.

Það er hins vegar algerlega ófyrirgefanlegt að sjá þann heimskulega asnaskap sem varð augljós af því að lögreglan á Sauðárkróki lokaði ekki veginum yfir Þverárfjall - - þvert á móti safnaðist saman mannfjöldi á og við veginn . . . .  og svo hlupu fjölmiðlamenn um móana með vopnuðum strákum úr sveitinni - - og enginn virtist hafa stjórn á aðgerðum . . . .

Hefði ekki mátt prófa að færa bangsanum eins eina tvo til þrjá dilkaskrokka - - - og leggja þá út þar sem dýrið gat auðveldlega fundið af þeim lykt . . . . . ?  Hefði ekki mátt vakta dýrið - - - án þess síðan að þrengja að því - - - ?   - -jafnvel umkringja dýrið - meðan beðið var átekta og athugað hvort ekki mætti sækja deyfibúnað og vana menn með tæki og útbúnað til að geyma dýriða-  - og síðan flytja það til eðlilegra heimkynna?

Ég held að þarna hafi léleg vinna og heimskuleg viðbrögð lögreglunnar á Sauðárkróki  - raunverulega framkallað hættuna  - - sem þeir síðan segjast hafa verið að bregðast við.

Auðvitað eru hvítabrinir á landi - ekki nein lömb að aleika við - - eru stórhættulegir - - en þá má líka vakta.

Hvar var nú helvítis Víkingasveitin . . ?


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason missir sig - - og virðist ekki skilja vanhæfi sitt. Hvar er dómgreind ráðherrans?

Björn Bjarnason (Benediktssonar sem var símhlerunarráðherra Sjálfstæðisflokksins um árabil) - er ekki að skilja að þessi tengsl gera það að verkum að hann er bara vanhæfur í umræðunni.  Fyrir löngu hefði Sjálfstæðisflokkurinn átt að taka þennan kaleik hleurnargagnanna frá Birni og fá aðstoð erlendra sérfræðinga í vinnu til að hreinsa upp þennan ljóa blett valdbeitingar og undirferli í lýðræðisþjóðfélagi okkar.   Lengi vel voru vinstri menn og andstæðingar Bandaríska herveldisins grunsemdarfullir um að þeir væru beittir ólögum af þessum toga.   Nú er það staðfest - -  og það hefur áður verið staðfest að gögnum var eytt um hlerun og meðferð þeirra gagna.  Brennsla á gögnum - - í tunnu á Þingvöllum - - - er blettur sem verðskuldar rannsókn . . . .

Skoðaði fleiri klipp úr þingræðu ráðherrans  og fréttir vefmiðlanna.   Björn er greinilega ekki kominn til húsa úr því skelfilega Kaldastríðsmoldviðri sem faðir hans Bjarni átti hvað mesta þátt í að reka af óbilgirni  og að því er virðist með ólögum eða amk. vafasömum aðferðum.   Þetta er sorglegt og mér þykir ráðherranum bregðast dómgreindin algerlega  - - - - -

Sjálfstæðiflokkurinn þarf hins vegar að taka fram fyrir hendurnar á honum.   Svona frammistaða er ekki ásættanleg.      M'er fannst skína í gegn að Björn skilur alls ekki muninn á stöðu "sonar fórnarlambs"  í hlerunarmáli og stöðu "sonar geranda" í sama máli.   Auðvitað á sonur þolandans alltaf rétt á að kalla eftir réttlæti - sérstaklega ef um er að ræða fráfallna foreldra.   Sonur geranda - ´hlutverki handhafa framkvæmdavaldsins - verður á sömu stundu vanhæfur til að fara með það vald.   Ráðherrann á afar þungtu hlutverk framundan - - að bjarga sér frá þessarri alvarlegu yfirsjón sinni.

Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins á það á hættu að þurfa að setja Björn til hliðar og í skammarkrókinn - - með handafli.

Björn verður Flokksins vegna að sjá að sér.  Hann verður líka að hafa í huga að ríkisstjórnarsamstarf með Samfylkingunni bíður alvarlegan hnekki ef hann tekur ekki á sig skrokkskjóðuna af þessum alvarlegu mistökum sínum.


mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður Össur!

Til hamingju Össur Skarphéðinsson.

Góð staðfesting á því að verið er að efna í umgjörð fyrir "hið nýja atvinnulíf" - -

Betra hefði auðvitað verið að komast fyrr af stað -

Hér er verið að efna fyrirheit í stjórnarsáttmálanum ekki satt?


mbl.is Fjárfest í nýsköpun fyrir 4,6 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við virkilega efni á að hafa flugvöll í Vatnsmýri - - og í Keflavík?

Enn og aftur er þyrlað upp molviðri um Vatnsmýrarflugvöllinn.   Með eða á móti.    Ég flýg mikið og oft til Reykjavíkur og er ekki alltaf á leiðinni í miðbæinn.   Ég er stundum á leiðinni út úr landi - um Keflavík - - og þá þykir mér blóðugt að geta ekki farið beint frá Akureyri - - nema örsjaldan sem boðið er upp á það með morgunflugi.

Á sínum tíma var það ekki alveg tilviljun að FLugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Sandgerði eða í Höfnum (ekki með þetta á hreinu).   Þar var gamall hrepparígur - - og skammsýn hagsmunagæsla á ferðinni.     Með staðsetningunni var ráðið að tíminn sem fer í ferðir frá höfuðborginni lengist - - og gerir utanlandsferðina beinlínis dýrari fyrir einstakling og samfélag.

Spyrja má margra spurninga um einn alvöru flugvöll eða tvo innan 45 mínútna akstursfjarlægðar.

  • Hvers vegna erum við ekki með rafmagnsdrifnar hraðsamgöngur milli flugvallar og höfuðborgar - - ferðatíma um 20 mínútur?  Hagkvæmt og auðvelt?
  • Hvers vegna erum við að þrasa um þennan fluvöll eins og það skipti mestu og eina máli hvar hann sé staðsettur?
  • Hvers vegna er svona dýrt að fljúga innanlands? Hvers vegna tryggir hið opinbera ekki samkeppni á þessum markaði - - og beitir markaðsinngripi?
  • Höfum við efni á að byggja upp alveg nýjan flugvöll í Vatnsmýrinni - -til framtíðar?  Er eitthvert vit í því?
  • Höfum við ástæðu til að reka tvo flugvelli á SV-horninu - - með 45 mínútna akstursfjarlægð?  Er það ekki alltof mikið í lagt?

Ég held að það sé fyrst og fremst of dýrt að fljúga innanlands - - og staðir of fáir sem flogið er til.

Ég held að það sé alltof lítið gert í því að stytta vegi á milli landshluta og gera þá greiðfærari - - og engar almenningssamgöngur eru byggðar upp að gagni.  Akranesstrætó hefur miklu breytt er mér sagt.

Held til dæmis að það skipti meira máli fyrir okkur hér á Norðurlandi að leggja nýja Svínvetningabraut - - um H'unavelli og framhjá Blöndúósi og stytta vegalengdina milli Rvk og Ak  um 15 km - kannski meira máli en rífast um flugvöllinn.  Það heyrist samt lítið í okkar kjaftgleiðustu mönnum gegn þeim sem vilja vernda sjoppurekstur á Bönduósi.

Svo má líka minna á að hálendisvegir þurfa ekki endilega að liggja um Kjöl og slóðir þeirra Reynisstaðabræðra.   Það mætti nefnilega stytta leiðina beint úr Víðdal í V-Húnavatnssýslu og yfir í Borgarfjarðardali - - - jafnvel stytta leiðina um jafnmikið og talað hefur verið um að gera með Kjalvegi.

Kannski má þjóna neyðar- og öryggishlutverkum með flugvelli annars staðar en í Vatnsmýrinni - kannski á Álftanesi - - en endilega ekki vera að leggja upp einhverja vanhugsaða stórbyggingar - - sem væri svona Stalínisk Samgöngumiðstöð í  Vatnsmýrinni.    Slíka miðstöð mundu menn síðan ekki nota þegar "veldi keisaranna´" lýkur - hún gæti orðið svona nokkurs konar minnismerki um valdbeitingu.  Viljum við það?

Nei hættum að fljúgast á og skoðum málið í heild - - og ræðum okkur niður á skynsamlega og hagsýna lausn - - sem þjónar flestum eða jafnvel öllum landsmönnum nokkuð vel og varanlega.


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moody´s feilar - - og skyldu fleiri mats og greiningarfyrirtæki gera mistök sem skaða aðra?

Fréttir af mistökum hjá Moody´s hljóma ekki vel eins og málin hafa verið að þróast.   Matsfyrirtækin og greiningaraðilarnir á heimsvísu hafa lent á skjön með margt sem frá þeim hefur farið á síðustu missirum.   Nú eru sem sé mistök Moody´s í loftinu.

Var ekki Moody´s einmitt að gefa ráð til Íslendinga?

Kannski eru ráð þeirra betri samt en það sem við höfum heima?


mbl.is Gengi bréfa Moody's hrapar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Björn ekki alltaf á móti . . .þjóðaratkvæði? og hver er þá fréttin?

Björn Bjarnason er auðvitað á móti þjóðaratkvæði um ESB . . . aðild.     Hins vegar er vörnin farin að bresta . . . og forysta Sjálfstæðisflokksins mun á næstu vikum þvinguð af eigin fólki til að fara að ræða efnisleg rök fyrir því að ríghalda í ISK og Davíðskuna í Seðlabankanum . . . .

Það þarf nefnilega sterk rök fyrir því að halda í óstöðugleikann og varðveita þá áhættu sem felst í því að hafa þennan ör-gjaldmiðil - - - og vaxtaokrið?     Fyrir hvern vill Björn viðhalda þessu ömurlega efnahagsástandi . . . . og áhættu?

 


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það frétt að Ingvi Hrafn og Hallur Hallsson séu að bulla á ÍNN?? - eg bara spyr

Alveg er ég nú eiginlega steinhissa á mbl.is - - og fréttamatinu.   Getur það talist frétt sem Ingvi Hrafn segir í "pólitíska áróðursbullhorninu sínu" - með Halli Hallssyni og Jón Kr. Snæhólm?

Það hlýtur að vera einhvers konar upplausnarástand í mikilvægum kreðsum á Mogganum  - - þegar Styrmir er senn allur - rétt eins og sést á umfjöllun um borgarstjórnar-hörmungarnar og REI--vandræðin og svo núna um ESB . . . . .

Mogginn er að fara á límingunum . . . . . . . . og fremur illa innrættar og tónaðar fullyrðingar Ingvi Hrafns í garð manna og málefna og síðan stuðningsyfirlýsingar hans geta varla orðið Júlíusi til mikils framdráttar.


mbl.is Lýsir stuðningi við Júlíus Vífil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarkur og einstæður vilji til athafna gegn ranglætinu - lifir hann enn

Fádæma hugkvæmni og atfylgi þurfti til að bjarga þeim 2500 börnum sem Irene Sendler bjargaði.   Ekki var síst sú gjöfin sem hún gaf þeim að geta gefið þeim aftur upplýsingarnar um nafn sitt og fjölskyldusögu - fyrir utan lífið sjálft.

Minning slíks fólks lifir með afkomendum þeirra sem hluti lífgjöf sína - en við hin megum ekki láta eftir liggja.    Enn í dag eru hatur og fordómar undirrót viðbjóðslegra glæpa - yfirgangs, mismununar, ofbeldis, nauðgana og morða í okkar nærheimi og stríðstilburða og þjóðarmorða rétt utan seilingar EES/ESB - - - -fyrir ekki svo löngu.

Það er mikilvægt verkefni fyrir okkur öll að láta fordæmi slíkra afburða mannvina verða okkur hvatningu til að vinna af gagni gegn fordómum og hatri - yfirgangi og mannvonsku.   Ekki bara á hátíðis- og tyllidögum.


mbl.is Irena Sendler látin 98 ára að aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignamarkaðurinn hrynur - - og byggingafyrirtækin fara á hliðina; hverjir missa vinnu og eignir?

Sú aðgerð að frysta fasteignamarkaðinn - með því að ýkja lánsfjárskortinn eins og Seðlabankinn hefur nú kosið að gera - er afar alvarlegt inngrip í efnahagslífið.     Keðjuverkandi áhrifin sem koma fram með atvinnuleysi, greiðsluerfiðleikum og gjaldþrotum fyrirtækja og erfiðleikum almennings vegna eignarýrnunar - - eru ófyrirséð.

Í kring um þróun faseignamarkaðarins eru einhvers konar skekktar upplýsingar - t.d. ef marka má orð Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi um daginn þar sem hún vildi láta eins og markaðurinn væri í snúningi.    Enn hefur áróðurinn gegn Íbúðalánasjóði einnig haldið áfram  - - og tekur nú m.a. á sig þá mynd að minn góði formaður Samfylkingarinnar ISG er að halda því fram að 90%-lánshlutfall af brunabótamati hafi sett fasteignamarkaðinn í uppnám.    Endurtekur ISG þar bull frá frjálshyggjumönnum og hörðust hagsmunagæslumönnum bankanna sem vildu markaðasvæða öll fasteignaviðskipti - á lokuðum innanlandsmarkaði ISK?

Hvernig stendur á því að það er verið að skrökva í ráðherrana mína?  Hverjir hafa af því hagsmuni?  - - ég verð bara að vona að þær Jóhanna og ISG - - lesi Moggann.


mbl.is Kaupsamningum fækkar um 61,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Settu upp hjálminn nafni minn!

Framtakið er frábært og gæti orðið góð skemmtun fyrir ykkur  - um leið og þið vekið athygli á umhverfinu sem um er að ræða.

Mundu bara að setja upp hjálminn og fara varlega.  Gangi ykkur vel

Bensi


mbl.is Hilmir Snær og Benedikt ríða í bæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband