Steini í Kók og Steinþór G bera ekki pólitíska ábyrgð . . .

 

. . . . . . .og geta heldur ekki borið ábyrgð á því að fyrirtækin hafi með þessum hætti “borið fé” á Sjálfstæðisflokkinn.   

Framkvæmdastjórar FL-Group (Hannes Smárason) annars vegar og bankastjóri Landsbankans (Sigurjón Árnason) hins vegar verða að svara fyrir þessar styrkveitingar - ásamt endurskoðendum félaganna - sem bæði voru á markaði á þessum tíma.  Almennir hluthafar eiga auðvitað heimtingu á að vita - hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn fékk slíka ofur-fjármuni - og framundan voru ákvarðanir um almannaeignir sem lykilmenn Sjálfstæðisflokksins áttu aðkomu að.

Kjartan Gunnarsson og  Andri Óttarsson bera sína rekstrarlegu ábyrgð gagnvart formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins.   Það eru aftur á móti Geir H Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem bera hina póltísku ábyrgð gagnvart almennum Sjálfstæðismönnum . . . . og málið verður ekki úr sögunni með því að Geir segist bera ábyrgðina, , veikur maður og farinn af hinu pólitíska sviði.   

Þeir leikendur í umboði Sjálfstæðisflokksins sem komu að ákvörðunum um sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja og hins vegar í REI-skandalanum í gegn um Orkuveitu Reykjavíkur -  það er þeir Guðlaugur Þór Þórðarson  og  Illugi Gunnarsson og félagar sem bera auk þess pólitíska ábyrgð.

Þessir aðilar eiga að taka pólitíska ábyrgð . . . . með embættum sínum og afsögn . . .


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÁSKORUN TIL SJÁLFSTÆÐISMANNA TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG GREIÐUM HVERT UM SIG    KR. 5.000.-     Í STYRKTARMANNAKERFIÐ - TIL VIÐBÓTAR ÞVÍ SEM VIÐ GREIÐUM VENJULEGA. LÍKA ÞIÐ SEM ERUÐ EKKI INNI Í STYRKTARMANNAKERFINU NÚ ÞEGAR.10.000 MANNS - 50 MILLJÓNIR - MÁLIÐ LEYST.20.000 MANNS - 100 MILLJÓNIR - OG ALLT Í GÓÐUM GÍR.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.4.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Það er auðvitað drengilegt að safna fé fyrir stjórnmálin  . . . . en mútur eða "fjárburður" er allt annað . . . . .

sjáðu ákvarðanaferlið í tengslum við málið . . .

og við viljum sjá árin 2002-2005 líka . . . . .

Benedikt Sigurðarson, 11.4.2009 kl. 20:02

3 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Því miður fer því fjarri að allt sem máli skipti varðandi fjármál stjórnmálaflokkanna sé fram komið.

Almenningur á skýlausan rétt á að flokkarnir opni bókhald sitt nokkur ár aftur í tímann.  T.d. frá því fyrir einkavæðingu bankanna.  Hér má sjá töflu yfir einkavæðingu frá 1992.

Það kann að vera sársaukafullt að draga þessi mál fram í dagsljósið en það er nauðsynlegt svo heiðarlegt uppgjör við fortíðina geti farið fram.

Slíkt uppgjör mætti líta á sem hornstein að nýjum samfélagssáttmála, svo það mikilvæga uppbyggingarstarf sem fyrir þjóðinni liggur megi hefjast.

Ég skora á flokkana að tefja ekki fyrir endurreisninni og taka til óspilltra málanna með þjóðinni.

Þórður Björn Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband