Vonbrigði með málatilbúnað Samfylkingarinnar og auglýsingar

 

Það er mitt mat að tími slagorða-kosningabaráttunnar sé liðinn . . . hann var hluti af þenslukjaftæðinu og ímyndarruglinu  - 2007 eitthvað.   Ég trúi því að kjósendur vilji nú sjá innihaldspólitík - þar sem samfélagslegur boðskapur stjórnmálanna rammar inn lausnir á þeim vandamálum sem fólk og fyrirtæki standa frammi fyrir.

Auglýsingin sem dundi í kvöld sló mig illa . . .  fannst hún “yfirboðskennd” og líka yfirborðskennd . . .  loforð án innihalds.   20 þúsund störf . . . verða ekki sköpuð eins og að smella fingrum . . .  það vita allir núna eftir hrunið . . . og er ekki boðlegt að reyna að ljúga slíku í kjósendur . .

Bæklingur Samfylkingarinnar sem dreift er til allra kjósenda ber þess vitni að vera mótaður og lagður upp af fólki sem er ekki endilega í stjórnmálum - - - heldur einhverju öðru.

Það sem verst er við þann bækling Samfylkingarinnar er þó að fólkið sem valið hefur áhersluatriðin í bæklinginn hefur líklega ekki haft fyrir því að vera með fullri meðvitund á Landsfundi flokksins og líklega varla lesið Samþykktarpakka fundarins heldur.   (Hvar er umhverfisvernd, auðlindamálin, menntamál t.d?)

Sá breytti andi Landsfundar Samfylkingingarinnar sem lýsti sér í kjöri Dags B Eggertssonar hefur amk. ekki skilað sér inn í áherslupunktana sem “endurnýjuð forysta SF” kýs að bera fram fyrir kjósendur á vordögum 2009.   Það þykir mér mjög miður, því ég hafði væntingar um að “samræðupólitíkin” og áhersla hinnar breiðu samstöðu yrði leidd til vegs að nýju.   Jóhönnu-effektinn skilar sér ekki í gegn um málefni - er ekki þess eðlis og þarfnast því efnislegrar útfærslu.

Samfylkingin tekur áhættu að óþörfu með því að tala ekki til hinnar skuldsettu millistéttar og ungu fjölskyldnanna sem hafa séð sínar áætlanir hrynja . . . Fylgisgrunnur Samfylkingarinnar liggur meðal þessa fólks - meðal venjulegs fólks sem vill eiga framtíð í þessu landi og verðskuldar að eiga slíka framtíð.

Allar fjölskyldur verðskulda að geta brugðist við tekjuhruni með því að selja sig frá eignum sem eru þeim ofviða - - og innleysa hugsanlega með því algert tap eiginfjár.   Það er hins vegar ekki boðlegt eða ásættanlegt að allt að 50 þúsund fjölskyldur sem þegar eru eignalausar - sjái fram á “skuldafangelsi” - með altækri og þvingaðri greiðslubyrði  næstu 6-10 arin eða mögulega lengur . . .   Slíkt verður ekki leyst með “greiðsluaðlögun” eða gjaldþrotameðferð´” - í boði Samfylkingarinnar og VG eða kjánalegum slagorðum sem neita efnislegri úrvinnslu á hugmyndum og úrræðum.  

Það hefur hvergi verið samþykkt á vettvangi SF að leggjast í vörn fyrir Verðtryggingu neytendalána - - og það er algerlega umsnúin pólitík að neita að vinna að því að leggja verðtrygginguna niður - með öðrum ráðum en að fara fyrst inn í ESB.

18 þúsund einstaklingar eru atvinnulausir núna um páska 2009 og amk. 20 þúsund (til viðbótar) hafa  misst hálaunastörf sín og/ eða orðið fyrir varanlegu tekjuhruni - auk þeirra sem sjá fram á verulegan samdrátt í tekjum og óvissu fram á sumarið.      

Ef ekki verður gripið með almennum aðgerðum inn í að skala niður það tjón sem verðtryggð lán heimilanna valda þá stefnir í algert hrun neytendahagkerfisins með gjaldþrotum fjármálafyrirtækja og keðjuverkun í gjaldþrotum fyrirtækja í framleiðslu og þjónustu og auknu atvinnuleysi.   Það er áhætta sem ábyrg stjórnvöld mega ekki taka og það er algerlega óviðunandi ef einhver umboðslaus “aðgerðahópur” - í nafni Samfylkingarinnar spilar forystumenn flokksins út í horn í aðdraganda kosninga og stjórnarmyndunar - með kjánalegum slagorðum.

Nýr varaformaður var kjörinn “til að byggja brýr” og efla sátt og málefnalega úrvinnslu . . . . samræðustjórnmál og rökræðu við fólkið í flokknum og við kjósendur  í landinu.

Mér þykir afar slæmt ef ég verð neyddur til að kyngja því að Dagur B Eggertsson sé að klikka á sinni fyrstu prófraun sem alvöru-stjórnmálamaður . . . . . .

Eftir páskana:

  • Krossfestingarleikur og mútugreiðslur til Sjálfstæðismanna getur vel bjargað árangri sitjandi ríkisstjórnarflokka . . .  en hætta á að kosningaþátttakan verði slök þann 25. apríl nk.
  • VG stefnir í að verða langtum stærri en Samfylkingin í NA-kjördæmi og líklega eingöngu mútuskandallinn hjá XD sem getur bjargað SF frá því að vera langminnsti flokkurinn í kjördæminu.

Sjálfur er ég að ná mér af flensunni og stefni á að mæta í vinnuna í fyrramálið.    Byrja alla vega í morgunsundinu.    

Það styttist í vorkomuna og leyfi mér þrátt fyrir allt að fagna því að eiga vorið og sumarið ekki undir ríkisstjórn Samfylkingarinna og Vinstri Grænna . . . . 

Náttúran er þrátt fyrir allt jafnvel skynsamari og fyrirsjáanlegri en stjórnmálin - eða veldur síður vonbrigðum.´

Á annan í páskum 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Að vera hreinskilin og segja allan sannleikann er besta leiðin. En þú ert nokkuð dökkur á þetta ef þú ert alveg orðin vonlaus um að eitthvað gott geti komið út úr ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 14.4.2009 kl. 10:54

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Nei ekki sagði ég það nú alveg, en ég sé ekki alveg rökræna eða málefnalega grunninn - sem kemur í veg fyrir "hentistefnu" og "duttlungastjórnmál" . . líka hef ég áhyggjur af því að það séu bara Steingrímur Jóhann og Jóhanna í framboði fyrir flokkana . . ég sé ekki málefnin sem hinir bera - og bera fram

Held að í þessu felist ofboðslega mikil skammsýni og áhætta:  Skoðanakannanir bjóða upp á hagstæð úrslit, en ef stuðningurinn byggist ekki á málefnalegum grunni - heldur meira á óöryggi  - eða beinlínis fyrirlitningur á XD og XB  - þá verður slíkt kvikur stuðningur og ekki á sig að reiða í erfiðleikum framundan . . .

Nú þurfa menn breiðu samstöðuna - þjoðarsáttarmunstur; - ekki minnsta mögulega meirihluta með VG

Benedikt Sigurðarson, 14.4.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband