Færsluflokkur: Bloggar

Geir Haarde veit kannski ekki að það er líklega einkum skortur á eftirliti og aðhaldi með starfsemi fjárfestingarbanka í USA

. . . .  sem um er að kenna að þeir hafa farið flatt á "undirmálslánavöndlum" . . .

Ekki að þeir væru aðgreindir frá viðskiptabankastarfsemi.  Það að viðskiptabankar kaupa nú fallitt fjárfestingarbanka - er ekki til marks um snilli "íslenskra víkinga" . . . . .

- - - ætli Geir hafi ekki hlustað á Sir Aladair Turner - eða forsetaframbjóðendurna í USA.


mbl.is Óráð að skipta bönkum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er við hæfi að Björn Bjarnason tjái sig sérstaklega úr stóli dómsmálaráðherra um símhlerunarákvarðanir undir ráðherravaldi og ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

...  ég spyr.

Ég held að skipan einhvers konar "sannleiksnefndar" - til að greina umfang og umsvif þessa vandamáls - upplýsa allan almenning og sérstaklega hlutaðeigendur og erfingja þeirra og rétta hlut allra með afsökunarbeiðni og jafnvel fébótum - væri nærtækari og siðmenntaðri kostur en sífellt kaldastríðsgagur ráðherrans  - til varnar föður sínum í ráðherrastóli  - - -

 BB er vanhæfur og sýnir að mínu mati ámælisvert dómgreindarleysi að tjá sig sem ráðherra í málinu - - hann mætti hins vegar að sjálfsögðu halda uppi vörnum í málinu fyrir sig og sína um leið og hann hefur sagt af sér sem ráðherra (eða amk. sagt sig frá öllum þáttum þessarra mála innan dómsmálaráðuneytisins).  Verst finnst mér samt að´ástæða er til að vantreysta BB í ráðuneytinu - gagnvart varðveislu og meðferð gagna um þennan hlerunaróþverra . . . . .  allan.

Ekki bara skjalabrennu fyrrum lögreglustjórans á Þingvöllum . . . heldur allan pakkann!!!

Hvað gögn hafa verið til UM HLERUN OG EFTIRLIT MEÐ EINSTAKLINGUM OG SAMTÖKUM ÞEIRRA og hvar eru þaU NÚ OG HVER HEFUR AÐ ÞEIM AÐGENGI???????


mbl.is Símhleranirnar voru ekki ólöglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgun Eimskips mikilvæg fyrir afganginn af viðskiptalífinu . . . kannski leggja þeir feðgar með því að mörkum af hagnaði síðust ára?

Það væri alveg hroðalegt ef þetta færi á hliðina . . . . . .


mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni greiningardeildar Kaupþings á Seðlabankann er tímabær

Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir þröngsýni Seðlabankans við útfærslu á verðbólgumarkmmiðum - - og segir að Seðlabankinn hafi viljandi gefið frá sér þann sveigjanleika sem gildandi lög heimila.

Ekki skrítið að þessi gagnrýni komi fram - - og alveg augljóst að Seðlabankinn hefur enn og aftur misst af því að sækja sér trúverðuleika - með því að hafna ábyrgð sinni og forðast valkostina.   Þetta hefur bankinn gert endurtekið - - - -og áður þóst vera fórnarlamb aðstæðna.

Seðlabankinn gat beitt aðhaldi að bönkunum - með bindiskyldu - gat í samstarfi við Fjármálaeftirlitið og viðskiptaráðherra gert kröfur um aðskilnað viðskiptabankastarsemi og fjárfestingarbankastarfsemi - - - - - en kaus að  gera slíkt ekki . . . . .

Við þurfum að tak Seðlabankann "í nefið" . . . . og ekki draga það stundinni lengur.......

Sjáumst

Bensi


mbl.is Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagurinn pólitíkusanna um að komast í sviðsljósið getur farið úr böndum

Óska reykvískum börnum og áhugamönnum um handbolta til hamingju með Silfursjóðinn

Menn þurfa að gæta sín í slagnum um fjölmiðlaathyglina - þegar þeir eru í pólitík - - (og ekki fara í lax..... með hverjum sem er)

hér þurfa menn að kunna sér hóf  . . . . . . . Þær stöllurnar í Sjálfstæðisflokknum líka

Og ekki meira um það . .


mbl.is Silfursjóður fyrir handboltann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómar á allt gott skilið

 . . . d.  en hann er ekki góður stjórnmálamaður.

Það starf sem hann vann sem fjölmiðlamaður og hvernig hann hefur beitt þekkingu sinni og eldhug til að vekja athygli á náttúrunni - umhverfisvernd og mögulegri nýtingu til annars en einhæfrar iðnvæðingar - það starf er og var frábært.

Það að Íslandshreyfingin verði stjórnmálahreyfing og framboð - það var úr takti og hefur spillt fyrir Ómari og góðum málstað umhverfisverndar og ábyrgrar nýtingar umhverfisins - með öllum varúðarrökum og skkýrri verndunarstefnu


mbl.is Ómar Ragnarsson verðlaunaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir Haarde velur rangan mann: Frjálshyggjuslagsíðan skemmir Tryggva Þór

Vonandi að tímabundið starf Tryggva Þórs Herbertssonar hjá Askar Capital hafi læknað hann af verstu öfgunum.  Hann á eftir að sýna það.  "Slagsíðan" sem hann áður var margsinnis uppvís að meðan hann starfaði hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands leiðir til þess að mínu mati að honum verður ekki treyst af raunsærri armi Sjálfstæðisflokksins - og alls ekki treyst af jafnaðarmannaflokki Íslands.

Þetta lofar ekki góðu fyrir vitrænar aðgerðir ríkisstjórnar Geirs og sérkennilegt að hann skuli einmitt velja mann sem kemur úr þeim "campi-hagfræðinnar"  sem hefur fengið hvert dúndurhöggið af öðru síðustu mánuðina.    Ríkissafskiptin eru alls staðar aukin . . . skerpt á gangsæi og regluverk gert afmarkaðra . . . . þar sem stjórnvöld á annða borð þora að taka af skar.

Bretland og Bandaríkin eru dæmi um það . . . . . og síðan hefur Sarkosy heldur betur  látið í sér heyra og Zappatero á Spáni . . . .Jafnvel Anders Fogh Rasmussen í Danmörku.

Sjáum hvort Tryggvi Þór hefur skynjað einhvern raunveruleika sem hann hefur getað lært af á sinni viðdvöl í hjaðnandi fjármálaheiminum . . . . Það væri nú óskandi fyrir allt þjóðfélagið okkar.

Góoða Helgi


mbl.is Nauðsynlegt að ná niður verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ær í GSM sambandi - og "spjallað við bændur"

Skemmtileg frétt og áhugaverð rannsókn fyrir sveitamenn sem aldir eru upp við átrúnað á hrúta og reynslu af  samheldni ættarhópa kinda í sumarbeit.    Gemlingar og eldri ær leita á þær slóðir þar sem þær gengu sem sumarlömb.   Þar lenda þær í því að hitta fleiri úr sama "klani" - en hvort það er vegna þess að skyldleikinn dragi þær saman eða hvort umferðin og staðsetningin ráði - er meiri spurning.

Ég legg til að skoðað verði í framhaldinu hvort skyldar ær í hópi og við þrengri beit koma öðruvísi fram hver við aðra heldur en við óskylda.  Við vitum að kindur af nágrannabæjum  - eða úr öðrum sveitum - hafa lent í einelti. . . . . . .

Þetta er þekkt amk. meðal hesta og fleiri hjarðdýra . . . . . .  en hvað með kindurnar?


mbl.is Ærnar með gemsa og senda SMS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Landsbankinn ekki kominn yfir strikið? og Halldór J í sérkennilegan hóp manna?

N'u gengur fram af mér.  Hvar ætlar viðskiptaráðherrann minn að bera niður?  Hvar er nú fjármálaeftirlitið?   Hver er að brjóta reglur?

Hvað með samráð viðskiptabankanna?   Hvers konar siðferði er það hjá lykilmönnum í stjórnmálum að leka upplýsingum til hagsmunaaðila á svo viðkvæmum augnablikum?

Það að aðalbankastjórinn hafi upplýsingar ÞÝÐIR AÐ LANDSBANKINN HAFÐI UPPLÝSINGAR - OG GAT NOTAÐ ÞÆR TIL HAGNAÐAR.

Drukkinn maður situr undir stýri;  - og bíllinn í gangi.     Hann dæmist sekur; - ekki vegna þess að hann hafi valdið slysi - heldur vegna þess að hann má ekki sitja drukkinn í bílstjórasætinu og bíllinn ökuhæfur.    Má banki hafa innherjaupplýsingar - - -   yfirleitt????

Er eitthvert Enron hér  . . . . .


mbl.is Halldór vissi en ekki aðrir starfsmenn Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálshyggjubullinu þarf að reisa skorður . . . .

Ekki er nú alveg laust við að það hlægi mig að nokkrum dögum eftir að Íslenska ríkisstjórnin ákvað að beita Íbúðalánasjóði til að koma viðskiptabönkunum til hjálpar  - í lausfjárkrísu - skuli nú bornar brigður á lagalega stöðu Íbúðalánasjóðs.

Úrskurður ESA - (Eftirlitsstofnunar EFTA) byggist nær eingöngu á upplýsingum og gögnum frá fjármálaráðuneytinu íslenska og frá kærendum - sem eru íslensku bankarnir  - með Kaupþing í fararbroddi.    Þess vegna kemur heldur ekki á óvart sá heimskulegi hroki sem birtist frægum tölvupósti Hreiðars Más Sigurðarsonar forstjóra - þar sem hann segir það "ömurlega niðurstöðu" að ríkisstjórnin skuli bregðast við til stuðnings fasteigna- og byggingamarkaðarins.

 Þeir sem kæra(bankarnir) til ESA og þeir sem eiga að verja að eru í kreddubundnu sambandi við kærendur (frjálshyggjusveitin í Sjálfstæðisflokknum)  og eru um leið þeir aðilar sem gefa upplýsingarnar - sem sókn og vörnog úrskurður byggist á.  Núna síðast sáum við bullið í áróðurssveit Viðskiptaráðs - - sem beinlínis rangfærir rekstrarforsendur Íbúðalánasjóðs (að því er virðist til að koma klámhögginu á íbúðalánakerfið og Framsóknarflokkinn) í  nýrri skýrsluum umsvif hins opinbera (bls 19 og fl.).  

Nú er þörf á að allir sanngjarnir aðilar standi saman og verji almannahagsmunina gagnvart yfirgangi og öfgum Frjálshyggjunnar - -við sjáum hvaða hörmungar fjármálakerfið og lífskjaraumhverfi almennings hafa fengið yfir sig - - á síðustu vikum og mánuðum og ekki virðist neitt lát þar á.


mbl.is Gengur gegn ríkisstyrkjareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband